Trópí fyrir bí Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. apríl 2019 13:15 Útlit og innihald Trópí og Minute Maid var nánast alfarið eins. Teitur Atlason Ávaxtasafavörumerkið Trópí, sem hefur fylgt Íslendingum frá árinu 1973, hefur vikið fyrir hinu alþjóðlega Minute Maid. Bæði vörumerkin eru í eigu The Coca-Cola Company og hefur Trópí reitt sig á markaðsefni og umbúðahönnun frá Minute Maid síðastliðin ár. Frá og með janúar síðastliðnum færðist Trópí hins vegar alfarið yfir í Minute Maid. Að sögn Stefáns Magnússonar, markaðsstjóra hjá Coca-Cola European Partners á Íslandi, má rekja breytingarnar til þess að framleiðsla fyrirtækisins á ávaxtasöfum í Tetra Pak-umbúðum fluttist alfarið til Belgíu í upphafi árs. Stefán áréttar að þessu hafi ekki fylgt neinar uppsagnir og að starfsfólki í Tetra Pak-deildinni hafi boðist önnur störf innan fyrirtækisins. Tengsl Minute Maid og Trópí hafa lengi legið fyrir, enda útlit drykkjanna nánast hið sama eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Teitur Atlason vakti t.a.m. athygli á því í fyrra að þrátt fyrir að innihaldið væri nær algjörlega sambærilegt hafi verið um 40% verðmunur á söfunum. Sjá einnig: Íslenska krónan hefur reynt á þolrifin„Minute Maid býður upp á fjölbreytt og spennandi vöruúrval sem við erum nú að kynna fyrir Íslendingum. Með þessu móti náum við jafnframt að mæta markmiði okkar um að Íslendingum standi til boða sambærilegt úrval og best þekkist,“ segir Stefán. Breytingarnar hafi verið í undirbúningi síðustu mánuði og sé útlit umbúða og vöruúrval sambærilegt við það sem áður var.Svali minnkaður Stefán segir að því verði þó ekki neitað að ákveðin eftirsjá sé í vörumerkinu Trópí sem hefur verið til sölu hér á landi frá fyrri hluta áttunda áratugarins. Með sameiningu við Sól-Víking árið 2001 færðist framleiðsla á Trópí til Vílfells, sem nú heitir CCEP. Engu að síður er það mat fyrirtækisins að „stærri tækifæri séu fólgin í vörumerkinu Minute Maid til lengri tíma og meiri möguleikar í vöruvali og nýjungum,“ að sögn Stefáns. Hann bætir við að samhliða þessu sé annar ávaxtasafi, Svali, kominn í minni umbúðir. Hann er nú í 200ml umbúðum í stað 250ml umbúða. Stefán segir það vera í takt við stefnu CCEP um að minnka skammtastærðir og draga úr sykri í framleiðslu fyrirtækisins. Þrátt fyrir að Tetra Pak-deild CCEP hafi flust til Belgíu vill Stefán þó ekki meina að það sé til marks um að Coca-Cola á Íslandi sé að hætta framleiðslu hérlendis. Eftir breytinguna verður þriðjungur af ófengum drykkjavörum fyrirtækisins innfluttar en 67 prósent framleitt hér á landi. Nær allur bjór sem fyrirtækið selur, eða um 95 prósent, er auk þess framleiddur í Viking Brugghúsi á Akureyri. Neytendur Tímamót Tengdar fréttir Íslenska krónan hefur reynt á þolrifin Það er áskorun fyrir 77 ára gamalt fyrirtæki sem ber nafnið Coca-Cola að glíma við hollari neysluvenjur, segir forstjórinn. Það gætu verið fjögur ár í að vatn verði selt í meira mæli en sykrað gos. 6. mars 2019 08:00 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Ávaxtasafavörumerkið Trópí, sem hefur fylgt Íslendingum frá árinu 1973, hefur vikið fyrir hinu alþjóðlega Minute Maid. Bæði vörumerkin eru í eigu The Coca-Cola Company og hefur Trópí reitt sig á markaðsefni og umbúðahönnun frá Minute Maid síðastliðin ár. Frá og með janúar síðastliðnum færðist Trópí hins vegar alfarið yfir í Minute Maid. Að sögn Stefáns Magnússonar, markaðsstjóra hjá Coca-Cola European Partners á Íslandi, má rekja breytingarnar til þess að framleiðsla fyrirtækisins á ávaxtasöfum í Tetra Pak-umbúðum fluttist alfarið til Belgíu í upphafi árs. Stefán áréttar að þessu hafi ekki fylgt neinar uppsagnir og að starfsfólki í Tetra Pak-deildinni hafi boðist önnur störf innan fyrirtækisins. Tengsl Minute Maid og Trópí hafa lengi legið fyrir, enda útlit drykkjanna nánast hið sama eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Teitur Atlason vakti t.a.m. athygli á því í fyrra að þrátt fyrir að innihaldið væri nær algjörlega sambærilegt hafi verið um 40% verðmunur á söfunum. Sjá einnig: Íslenska krónan hefur reynt á þolrifin„Minute Maid býður upp á fjölbreytt og spennandi vöruúrval sem við erum nú að kynna fyrir Íslendingum. Með þessu móti náum við jafnframt að mæta markmiði okkar um að Íslendingum standi til boða sambærilegt úrval og best þekkist,“ segir Stefán. Breytingarnar hafi verið í undirbúningi síðustu mánuði og sé útlit umbúða og vöruúrval sambærilegt við það sem áður var.Svali minnkaður Stefán segir að því verði þó ekki neitað að ákveðin eftirsjá sé í vörumerkinu Trópí sem hefur verið til sölu hér á landi frá fyrri hluta áttunda áratugarins. Með sameiningu við Sól-Víking árið 2001 færðist framleiðsla á Trópí til Vílfells, sem nú heitir CCEP. Engu að síður er það mat fyrirtækisins að „stærri tækifæri séu fólgin í vörumerkinu Minute Maid til lengri tíma og meiri möguleikar í vöruvali og nýjungum,“ að sögn Stefáns. Hann bætir við að samhliða þessu sé annar ávaxtasafi, Svali, kominn í minni umbúðir. Hann er nú í 200ml umbúðum í stað 250ml umbúða. Stefán segir það vera í takt við stefnu CCEP um að minnka skammtastærðir og draga úr sykri í framleiðslu fyrirtækisins. Þrátt fyrir að Tetra Pak-deild CCEP hafi flust til Belgíu vill Stefán þó ekki meina að það sé til marks um að Coca-Cola á Íslandi sé að hætta framleiðslu hérlendis. Eftir breytinguna verður þriðjungur af ófengum drykkjavörum fyrirtækisins innfluttar en 67 prósent framleitt hér á landi. Nær allur bjór sem fyrirtækið selur, eða um 95 prósent, er auk þess framleiddur í Viking Brugghúsi á Akureyri.
Neytendur Tímamót Tengdar fréttir Íslenska krónan hefur reynt á þolrifin Það er áskorun fyrir 77 ára gamalt fyrirtæki sem ber nafnið Coca-Cola að glíma við hollari neysluvenjur, segir forstjórinn. Það gætu verið fjögur ár í að vatn verði selt í meira mæli en sykrað gos. 6. mars 2019 08:00 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Íslenska krónan hefur reynt á þolrifin Það er áskorun fyrir 77 ára gamalt fyrirtæki sem ber nafnið Coca-Cola að glíma við hollari neysluvenjur, segir forstjórinn. Það gætu verið fjögur ár í að vatn verði selt í meira mæli en sykrað gos. 6. mars 2019 08:00