Íslensku liðin gætu mætt Man. Utd í Evrópudeildinni í sumar Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. maí 2019 13:30 Ole Gunnar Solskjær mætir kannski til Íslands í júlí. vísir/getty Stuðningsmenn Manchester United vita væntanlega ekki hvort þeir eigi að halda með Manchester City eða Watford í úrslitaleik enska bikarsins um helgina en úrslitin í þeim leik hafa töluverð áhrif á sumarið hjá United. Fari svo að Manchester City vinni bikarinn fær Watford ekki sæti í Evrópudeildinni sem silfurliðið í þeirri keppni heldur fellur það í skaut næsta liðs í úrvaldeildinni sem ekki er komið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Það er Manchester United. Stuðningsmenn Manchester United ættu því að halda með City um helgina því með sigri lærisveina Guardiola fer United beint í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem „bikarmeistari“ á Englandi en það tekur þá bikarmeistarasætið. Aftur á móti þurfa stuðningsmenn United að ákveða sig hvort þeir vilja að tímabilið hjá sínum mönnum hefjist á eðlilegum tíma eða í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eins og staðan er akkurat núna. Þá gæti United mögulega komið til Íslands. Ef Watford verður bikarmeistari tekur það bikarmeistarasætið og United fer í Evrópudeildina þökk sé sjötta sætinu sem það náði á síðustu leiktíð og hefur þá leik sem fyrr segir í annarri umferð forkeppninnar 25. júlí. Þar gefst stuðningsmönnum Manchester United aftur á móti kannski möguleiki að sjá hetjurnar sínar með berum augum því þar verður United í pottinum með þeim íslensku liðum sem að komast í gegnum fyrstu umferðina. Breiðablik, KR og Stjarnan mæta öll til leiks í fyrstu umferðinni en í fyrra komust tvö af þremur íslensku liðunum áfram í aðra umferð en á því stigi gæti Manchester United beðið. Það fer því eftir því hvernig fer á laugardaginn í úrslitaleik enska bikarsins hvort að Ole Gunnar Solskjær hefji mögulega leik á sinni fyrstu heilu leiktíð í lok júlí og það kannski á Íslandi. Íslenski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira
Stuðningsmenn Manchester United vita væntanlega ekki hvort þeir eigi að halda með Manchester City eða Watford í úrslitaleik enska bikarsins um helgina en úrslitin í þeim leik hafa töluverð áhrif á sumarið hjá United. Fari svo að Manchester City vinni bikarinn fær Watford ekki sæti í Evrópudeildinni sem silfurliðið í þeirri keppni heldur fellur það í skaut næsta liðs í úrvaldeildinni sem ekki er komið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Það er Manchester United. Stuðningsmenn Manchester United ættu því að halda með City um helgina því með sigri lærisveina Guardiola fer United beint í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem „bikarmeistari“ á Englandi en það tekur þá bikarmeistarasætið. Aftur á móti þurfa stuðningsmenn United að ákveða sig hvort þeir vilja að tímabilið hjá sínum mönnum hefjist á eðlilegum tíma eða í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eins og staðan er akkurat núna. Þá gæti United mögulega komið til Íslands. Ef Watford verður bikarmeistari tekur það bikarmeistarasætið og United fer í Evrópudeildina þökk sé sjötta sætinu sem það náði á síðustu leiktíð og hefur þá leik sem fyrr segir í annarri umferð forkeppninnar 25. júlí. Þar gefst stuðningsmönnum Manchester United aftur á móti kannski möguleiki að sjá hetjurnar sínar með berum augum því þar verður United í pottinum með þeim íslensku liðum sem að komast í gegnum fyrstu umferðina. Breiðablik, KR og Stjarnan mæta öll til leiks í fyrstu umferðinni en í fyrra komust tvö af þremur íslensku liðunum áfram í aðra umferð en á því stigi gæti Manchester United beðið. Það fer því eftir því hvernig fer á laugardaginn í úrslitaleik enska bikarsins hvort að Ole Gunnar Solskjær hefji mögulega leik á sinni fyrstu heilu leiktíð í lok júlí og það kannski á Íslandi.
Íslenski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira