Segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. febrúar 2019 13:15 Albertína Friðbjörg varaformaður atvinnuveganefndar segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi. Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af fiskeldi verði einn milljarður króna árið 2023 samkvæmt frumvarpsdrögum sjávarútvegsráðherra. Hátt í tuttugu umsagnir eru um frumvarpið í Samráðsgátt stjórnvalda meðal annars frá Arnarlaxi sem gerir athugasemdir við gjaldið og segir það íþyngjandi og ótímabært. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi.Norska fyrirtækið Salmar hyggst eignast Arnarlax að fullu Fram hefur komið að norska fyrirtækið Salmar hyggist kaupa fiskeldisfyrirtækið Arnarlax að fullu en í gær kom fram í norsku Kauphöllinni að það hefði aukið hlut sinn í Arnarlaxi og hann væri nú 54.2%. Meðal seljenda voru Fiskisund sem áttu samkvæmt hluthafaskrá Arnarlax um 8,4% í fyrirtækinu. Hluthafar í Fiskisundi fengu samkvæmt umfjöllun í Stundinni einn komma sjö milljarð króna fyrir sinn hlut í Arnarlaxi. Stjórnendur Arnarlax sögðu í samtali við fréttastofu í gær að eignarhald Salmar skapi stöðugleika en fyrirtækið er metið á tuttugu og einn milljarð króna. Talsmaður Icelandic Wildlife Fund umhverfissjóðsins sagði í samtali við fréttastofu í gær að sjókvíaeldisfyrirtækin hafi geta tryggt sér leyfi hér fyrir nánast ekki neitt á sama tíma og ný leyfi séu orðin gríðarlega dýr í Noregi. Ríkið fengi milljarð 2023 Í þessum mánuði eru frumvörp sjávarútvegsráðherra um gjaldtöku vegna nýtingar eldissvæða og breytingar á lögum um fiskeldi á málaskrá Alþingis. Í frumvarpsdrögum sem kynnt voru á samráðsgátt stjórnvalda kemur meðal annars fram að gjaldtaka ríkisins vegna fiskeldis gæti orðið einn milljarður árið 2023.Mikilvægt að einhenda sér í að ákveða lög og reglur um fiskeldi Albertína Friðbjörg Elíasdóttir varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir brýnt að málið komist sem fyrst á dagskrá Alþingis. „Við höfum verið að kalla eftir frumvörpunum frá ráðherra sem eru ekki enn komin fram. Þó þau séu komin í samráðsgáttina. En það er löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi,“ segir Albertína. Hún segir þróunina í fiskeldi hér á landi hraða og því mikilvægt að málið fái forgang á Alþingi. „Mér sýnist ráðherra að vinna í þessu en auðvitað hefði maður viljað sjá þessi mál fyrir löngu inná þinginu. Svona stór frumvörp og svona miklar breytingar þurfa mikla umræðu í þinginu og það er gríðarlega mikilvægt að einhenda okkur í þessa löggjöf,“ segir Albertína. Segja gjald ótímabært og íþyngjandi Fiskeldisfyrirtækið Arnarlax er meðal þeirra hátt í tuttugu sem eru með umsögn við frumvarpsdrög sjávarútvegsráðherra en í umsögn Þorsteins Mássonar fyrir hönd Arnarlax eru gerðar ýmsar athugasemdir við frumvarpið og kemur meðal annars fram að gjaldtaka sé íþyngjandi og ótímabær. Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af fiskeldi verði einn milljarður króna árið 2023 samkvæmt frumvarpsdrögum sjávarútvegsráðherra. Hátt í tuttugu umsagnir eru um frumvarpið í Samráðsgátt stjórnvalda meðal annars frá Arnarlaxi sem gerir athugasemdir við gjaldið og segir það íþyngjandi og ótímabært. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi.Norska fyrirtækið Salmar hyggst eignast Arnarlax að fullu Fram hefur komið að norska fyrirtækið Salmar hyggist kaupa fiskeldisfyrirtækið Arnarlax að fullu en í gær kom fram í norsku Kauphöllinni að það hefði aukið hlut sinn í Arnarlaxi og hann væri nú 54.2%. Meðal seljenda voru Fiskisund sem áttu samkvæmt hluthafaskrá Arnarlax um 8,4% í fyrirtækinu. Hluthafar í Fiskisundi fengu samkvæmt umfjöllun í Stundinni einn komma sjö milljarð króna fyrir sinn hlut í Arnarlaxi. Stjórnendur Arnarlax sögðu í samtali við fréttastofu í gær að eignarhald Salmar skapi stöðugleika en fyrirtækið er metið á tuttugu og einn milljarð króna. Talsmaður Icelandic Wildlife Fund umhverfissjóðsins sagði í samtali við fréttastofu í gær að sjókvíaeldisfyrirtækin hafi geta tryggt sér leyfi hér fyrir nánast ekki neitt á sama tíma og ný leyfi séu orðin gríðarlega dýr í Noregi. Ríkið fengi milljarð 2023 Í þessum mánuði eru frumvörp sjávarútvegsráðherra um gjaldtöku vegna nýtingar eldissvæða og breytingar á lögum um fiskeldi á málaskrá Alþingis. Í frumvarpsdrögum sem kynnt voru á samráðsgátt stjórnvalda kemur meðal annars fram að gjaldtaka ríkisins vegna fiskeldis gæti orðið einn milljarður árið 2023.Mikilvægt að einhenda sér í að ákveða lög og reglur um fiskeldi Albertína Friðbjörg Elíasdóttir varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir brýnt að málið komist sem fyrst á dagskrá Alþingis. „Við höfum verið að kalla eftir frumvörpunum frá ráðherra sem eru ekki enn komin fram. Þó þau séu komin í samráðsgáttina. En það er löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi,“ segir Albertína. Hún segir þróunina í fiskeldi hér á landi hraða og því mikilvægt að málið fái forgang á Alþingi. „Mér sýnist ráðherra að vinna í þessu en auðvitað hefði maður viljað sjá þessi mál fyrir löngu inná þinginu. Svona stór frumvörp og svona miklar breytingar þurfa mikla umræðu í þinginu og það er gríðarlega mikilvægt að einhenda okkur í þessa löggjöf,“ segir Albertína. Segja gjald ótímabært og íþyngjandi Fiskeldisfyrirtækið Arnarlax er meðal þeirra hátt í tuttugu sem eru með umsögn við frumvarpsdrög sjávarútvegsráðherra en í umsögn Þorsteins Mássonar fyrir hönd Arnarlax eru gerðar ýmsar athugasemdir við frumvarpið og kemur meðal annars fram að gjaldtaka sé íþyngjandi og ótímabær.
Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira