Hefur miklar áhyggjur af aukinni spennu eftir árásirnar á olíulindir Sáda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. september 2019 23:00 Jens Stoltenberg er framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. vísir/getty Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), kveðst hafa miklar áhyggjur af aukinni spennu í Mið-Austurlöndum eftir loftárásirnar sem gerðar voru á olíulindir Sádi Arabíu um helgina. Þá segir hann Írani valda óstöðugleika í heimshlutanum en fyrr í dag var greint frá því að Sádar telja að írönsk vopn hafi verið notuð hafi verið notuð við árásirnar. Írönsk stjórnvöld þvertaka fyrir aðild að árásunum og segja uppreisnarmenn Húta í Jemen hafa staðið að þeim. Hútar, sem eiga í stríði við bandalagsher undir forystu Sáda í Jemen, hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. Bandarísk yfirvöld hafa aftur á móti lýst efasemdum um að Hútar geti staðið fyrir árásum af slíkri stærðargráðu án aðstoðar að því er fram kemur á vef BBC. „Við hvetjum alla aðila til þess að koma í veg fyrir að svona árásir endurtaki sig ekki því slíkt getur haft mjög neikvæðar afleiðingar fyrir allt svæðið. Þá höfum við einnig miklar áhyggjur af áhættunni af aukinni spennu,“ segir Stoltenberg. Hútar hafa áður gert árásir á olíulindir Sáda en loftárásirnar um helgina voru af allt annarri stærðargráðu en fyrri árásir. Árásirnar á laugardag þurrkuðu út um fimm prósent af olíubirgðum heimsins með tilheyrandi hækkun á olíuverði þegar markaðir opnuðu í dag. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur hótað því að Bandaríkin bregðist við árásunum með hernaðaraðgerðum. Gaf hann þó í skyn að hann vildi að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, tæki af skarið með að lýsa því yfir hver bæri ábyrgð á árásunum og hvernig ætti að bregðast við. Aðrar stórþjóðir hafa hikað við að kenna ákveðnum aðilum um árásina. Martin Griffiths, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Jemen, sagði öryggisráðinu í dag að ekki væri fullljóst hver hefði staðið að árásunum en að þær hefðu aukið hættuna á átökum í heimshlutanum. Bandaríkin Íran Jemen Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50 Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25 Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), kveðst hafa miklar áhyggjur af aukinni spennu í Mið-Austurlöndum eftir loftárásirnar sem gerðar voru á olíulindir Sádi Arabíu um helgina. Þá segir hann Írani valda óstöðugleika í heimshlutanum en fyrr í dag var greint frá því að Sádar telja að írönsk vopn hafi verið notuð hafi verið notuð við árásirnar. Írönsk stjórnvöld þvertaka fyrir aðild að árásunum og segja uppreisnarmenn Húta í Jemen hafa staðið að þeim. Hútar, sem eiga í stríði við bandalagsher undir forystu Sáda í Jemen, hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. Bandarísk yfirvöld hafa aftur á móti lýst efasemdum um að Hútar geti staðið fyrir árásum af slíkri stærðargráðu án aðstoðar að því er fram kemur á vef BBC. „Við hvetjum alla aðila til þess að koma í veg fyrir að svona árásir endurtaki sig ekki því slíkt getur haft mjög neikvæðar afleiðingar fyrir allt svæðið. Þá höfum við einnig miklar áhyggjur af áhættunni af aukinni spennu,“ segir Stoltenberg. Hútar hafa áður gert árásir á olíulindir Sáda en loftárásirnar um helgina voru af allt annarri stærðargráðu en fyrri árásir. Árásirnar á laugardag þurrkuðu út um fimm prósent af olíubirgðum heimsins með tilheyrandi hækkun á olíuverði þegar markaðir opnuðu í dag. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur hótað því að Bandaríkin bregðist við árásunum með hernaðaraðgerðum. Gaf hann þó í skyn að hann vildi að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, tæki af skarið með að lýsa því yfir hver bæri ábyrgð á árásunum og hvernig ætti að bregðast við. Aðrar stórþjóðir hafa hikað við að kenna ákveðnum aðilum um árásina. Martin Griffiths, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Jemen, sagði öryggisráðinu í dag að ekki væri fullljóst hver hefði staðið að árásunum en að þær hefðu aukið hættuna á átökum í heimshlutanum.
Bandaríkin Íran Jemen Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50 Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25 Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50
Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25
Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15