Ríkið fær Dynjanda að gjöf Atli Ísleifsson skrifar 16. september 2019 12:21 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður RARIK, við Dynjanda í dag. umhverfisráðuneytið RARIK hefur fært íslenska ríkinu Dynjanda við Arnarfjörð að gjöf í tilefni af 75 ára lýðveldisafmæli Íslands. Í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu segir að formleg afhending fari fram í dag, á Degi íslenskrar náttúru. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tekur á móti gjöfinni fyrir hönd ríkisins. Á jörðinni er meðal annars að finna náttúruvættið Dynjanda ásamt vatnasviði fossanna í Dynjandisá. „Dynjandi er meðal hæstu fossa landsins, nær 100 metra hár, og af mörgum talinn ein af fegurstu náttúruperlum Íslands. Hann er einn helsti viðkomustaður ferðamanna á Vestfjörðum. Svæðið við Dynjanda er að mestu ósnortið og einkennist af áhrifum jökla sem hafa sorfið landið og skilið eftir sig einstaklega mikinn fjölda vatna og tjarna á Dynjandisheiði. Vegna sérstöðu þessa mikilfenglega náttúrvættis og tengingar jarðarinnar við fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, ákvað stjórn RARIK að færa ríkissjóði Íslands jörðina Dynjanda að gjöf á lýðveldisafmælinu. Samhliða því sem jörðin var afhent í dag undirrituðu Guðmundur Ingi og Birkir Jón Jónsson, formaður stjórnar RARIK, samkomulag milli ríkisins og RARIK. Markmið þess er að tryggja útivistar- og náttúruverndargildi jarðarinnar og náttúruvættisins Dynjanda. Dynjandi og aðrir fossar í Dynjandisá ásamt umhverfi þeirra voru friðlýst sem náttúruvætti árið 1981 en af hálfu stjórnvalda er nú stefnt að friðlýsingu allrar jarðarinnar,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra að með þessari rausnarlegu gjöf RARIK til þjóðarinnar skipast einstakt tækifæri til að tengja jörðina Dynjanda við Friðlandið í Vatnsfirði og skapa þannig mikilvæg verðmæti fyrir sunnanverða Vestfirði. „Friðlýst svæði á sunnanverðum Vestfjörðum yrðu stærri og samfelldari en nú er, með tilheyrandi tækifærum fyrir þetta stórbrotna svæði – ekki síst þegar samgöngubótum þar verður lokið og hringtenging á Vestfjörðum komin á,“ segir ráðherra. Ísafjarðarbær Umhverfismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
RARIK hefur fært íslenska ríkinu Dynjanda við Arnarfjörð að gjöf í tilefni af 75 ára lýðveldisafmæli Íslands. Í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu segir að formleg afhending fari fram í dag, á Degi íslenskrar náttúru. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tekur á móti gjöfinni fyrir hönd ríkisins. Á jörðinni er meðal annars að finna náttúruvættið Dynjanda ásamt vatnasviði fossanna í Dynjandisá. „Dynjandi er meðal hæstu fossa landsins, nær 100 metra hár, og af mörgum talinn ein af fegurstu náttúruperlum Íslands. Hann er einn helsti viðkomustaður ferðamanna á Vestfjörðum. Svæðið við Dynjanda er að mestu ósnortið og einkennist af áhrifum jökla sem hafa sorfið landið og skilið eftir sig einstaklega mikinn fjölda vatna og tjarna á Dynjandisheiði. Vegna sérstöðu þessa mikilfenglega náttúrvættis og tengingar jarðarinnar við fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, ákvað stjórn RARIK að færa ríkissjóði Íslands jörðina Dynjanda að gjöf á lýðveldisafmælinu. Samhliða því sem jörðin var afhent í dag undirrituðu Guðmundur Ingi og Birkir Jón Jónsson, formaður stjórnar RARIK, samkomulag milli ríkisins og RARIK. Markmið þess er að tryggja útivistar- og náttúruverndargildi jarðarinnar og náttúruvættisins Dynjanda. Dynjandi og aðrir fossar í Dynjandisá ásamt umhverfi þeirra voru friðlýst sem náttúruvætti árið 1981 en af hálfu stjórnvalda er nú stefnt að friðlýsingu allrar jarðarinnar,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra að með þessari rausnarlegu gjöf RARIK til þjóðarinnar skipast einstakt tækifæri til að tengja jörðina Dynjanda við Friðlandið í Vatnsfirði og skapa þannig mikilvæg verðmæti fyrir sunnanverða Vestfirði. „Friðlýst svæði á sunnanverðum Vestfjörðum yrðu stærri og samfelldari en nú er, með tilheyrandi tækifærum fyrir þetta stórbrotna svæði – ekki síst þegar samgöngubótum þar verður lokið og hringtenging á Vestfjörðum komin á,“ segir ráðherra.
Ísafjarðarbær Umhverfismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira