Vill skoða að lækka fasteignaskatt á umhverfisvæn fyrirtæki Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. október 2019 14:00 Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG og formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur. FBL/Sigtryggur Ari Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna og formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur, vill skoða þann möguleika að leggja lægri fasteignaskatt á þau fyrirtæki í borginni sem eru með lítið kolefnisspor. Líf greinir frá þessari hugmynd sinni á Twitter í dag en hún segist í samtali við Vísi ekki vita hvort þetta sé hægt en hún hyggist skoða þennan möguleika. „Ég fékk bara þessa hugmynd, hvernig við getum verið hvati í að ráðast á loftslagsbreytingar vegna þess að við þurfum að gera það á svo mörgum stöðum og með svo mörgum ráðum,“ segir Líf. Í færslu sinni á Twitter nefnir hún sem dæmi að þannig yrðu fasteignagjöld á „veganstaðnum lægri en á buffhúsinu.“Væri það ekki dásamlegt ef Reykjavík hefði heimildir til að lækka fasteignaskatta á fyrirtæki sem væru með lítið eða ekkert sótspor? Þá væru t.d. fasteignagjöldin á vegan staðnum lægri en á buffhúsinu. Ég ætla a.m.k. að skoða þetta mál af alvöru. #TheFutureWeWant— Líf Magneudóttir (@lifmagn) October 11, 2019 Líklega þurfi þó lagabreytingu til að slíkt gæti orðið að veruleika. „Ég bara fékk þessa flugu í hausinn og ég veit ekkert hvort þetta er hægt. Ég held að þú getir ekki mismunað fyrirtækjum án þess að hafa einhverja lagastoð fyrir því og ég held að hún sé ekki fyrir hendi. Það þyrfti kannski jafnvel bara að breyta lögunum til þess að ívilna þeim sem að sannarlega standa sig vel gagnvart umhverfinu,“ segir Líf. Henni þyki ekki nema sanngjarnt að þeir borgi meira sem mengi meira. Það fjármagn væri að mati Lífar jafnvel hægt að nýta í nýsköpun, tæknilausnir eða innviði í þágu þess að stuðla að kolefnishlutlausu samfélagi og umhverfi. „Þetta er það áhugaverð pæling að ég ætla að kanna í fyllstu alvöru hvernig við getum, Reykjavíkurborg, notað þau tæki sem við höfum til þess einmitt að ná markmiðum okkar og þá jafnvel ívilna fyrir þá sem menga minna,“ segir Líf. Borgarstjórn Reykjavík Skattar og tollar Umhverfismál Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna og formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur, vill skoða þann möguleika að leggja lægri fasteignaskatt á þau fyrirtæki í borginni sem eru með lítið kolefnisspor. Líf greinir frá þessari hugmynd sinni á Twitter í dag en hún segist í samtali við Vísi ekki vita hvort þetta sé hægt en hún hyggist skoða þennan möguleika. „Ég fékk bara þessa hugmynd, hvernig við getum verið hvati í að ráðast á loftslagsbreytingar vegna þess að við þurfum að gera það á svo mörgum stöðum og með svo mörgum ráðum,“ segir Líf. Í færslu sinni á Twitter nefnir hún sem dæmi að þannig yrðu fasteignagjöld á „veganstaðnum lægri en á buffhúsinu.“Væri það ekki dásamlegt ef Reykjavík hefði heimildir til að lækka fasteignaskatta á fyrirtæki sem væru með lítið eða ekkert sótspor? Þá væru t.d. fasteignagjöldin á vegan staðnum lægri en á buffhúsinu. Ég ætla a.m.k. að skoða þetta mál af alvöru. #TheFutureWeWant— Líf Magneudóttir (@lifmagn) October 11, 2019 Líklega þurfi þó lagabreytingu til að slíkt gæti orðið að veruleika. „Ég bara fékk þessa flugu í hausinn og ég veit ekkert hvort þetta er hægt. Ég held að þú getir ekki mismunað fyrirtækjum án þess að hafa einhverja lagastoð fyrir því og ég held að hún sé ekki fyrir hendi. Það þyrfti kannski jafnvel bara að breyta lögunum til þess að ívilna þeim sem að sannarlega standa sig vel gagnvart umhverfinu,“ segir Líf. Henni þyki ekki nema sanngjarnt að þeir borgi meira sem mengi meira. Það fjármagn væri að mati Lífar jafnvel hægt að nýta í nýsköpun, tæknilausnir eða innviði í þágu þess að stuðla að kolefnishlutlausu samfélagi og umhverfi. „Þetta er það áhugaverð pæling að ég ætla að kanna í fyllstu alvöru hvernig við getum, Reykjavíkurborg, notað þau tæki sem við höfum til þess einmitt að ná markmiðum okkar og þá jafnvel ívilna fyrir þá sem menga minna,“ segir Líf.
Borgarstjórn Reykjavík Skattar og tollar Umhverfismál Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira