Fótbolti

Rúnar Már meistari í Kasakstan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar Már í leik Íslands og Frakklands í undankeppni EM 2020 í síðasta mánuði.
Rúnar Már í leik Íslands og Frakklands í undankeppni EM 2020 í síðasta mánuði. vísir/vilhelm
Rúnar Már Sigurjónsson og félagar hans í Astana urðu í dag meistarar í Kasakstan.

Astana vann 0-1 á sigur á Tobol. Á sama tíma tapaði liðið í 2. sæti, Kairat Almaty, óvænt fyrir Ertis Pavlodar, 5-0.

Astana er því með fjögurra stiga forskot á Kairat Almaty þegar einni umferð er ólokið í úrvalsdeildinni í Kasakstan.

Rúnar Már var á varamannabekknum hjá Astana í dag. Hann kom til liðsins í sumar.

Astana hefur alls sex sinnum orðið meistari í Kasakstan og þrisvar sinnum bikarmeistari. Félagið var stofnað fyrir áratug.

Rúnar Már er fyrsti Íslendingurinn sem verður meistari í Kasakstan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×