Hundruð ókunnugra syrgðu með ekklinum í útför fórnarlambs í skotárásinni í El Paso Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. ágúst 2019 22:31 Öllum var boðið í jarðarförina. AP/Jorge Salgado Hundruð ókunnugra létu sjá sig til þess að sýna Antonio Basco samhug og stuðning er eiginkona hans var borinn til grafar í El Paso í Bandaríkjunum í gær. Hún var skotin til bana í skotárásinni í borginni sem varð 22 að bana fyrr í mánuðinum. Útför hinnar 63 ára gömlu Margie Reckard var haldin í gær en hún og Basco höfðu verið saman í 22 ár. Þau höfðu nýverið flutt til El Paso og áttu ekki marga ættinga eða nána vini í borginni. Myndir af Basco að syrgja eiginkonu sína höfðu áður vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Þegar útförin var auglýst var tekið fram að Reckard hafi verið eini fjölskyldumeðlimur Basco, því væri öllum sem vildu koma boðið í jarðarförina. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Útfararstjórinn sem sá um útförina áttaði sig fljótlega á því eftir að auglýsingin var birt að mun fleiri en 250 myndu láta sjá sig í útförinni, og því gæti salurinn sem frátekinn hafði verið ekki tekið á móti öllum. Hann bókaði því stærri sal. Hundruð einstaklinga víðsvegar frá Bandaríkjunum létu sjá sig. „Þessi saga hreyfði við mér,“ sagði Jordan Ballard sem kom frá Los Angeles í Kaliforníu til að vera viðstaddur útförina. Röð myndaðist fyrir utan salinn og biðu margir klukkutímum saman eftir því að komast inn. „Aldrei kynnst svona mikilli ást,“ sagði Basco er hann kom inn í salinn er útförin var að hefjast. Þar tók á móti honum dynjandi lófaklapp og ótal faðmlög. „Ég elska ykkur öll,“ sagði hann grátandi.People rise and clap for Basco as he enters the sanctuary pic.twitter.com/mv1RtUijLB — Mallory Falk (@malloryfalk) August 17, 2019 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fórnarlömb í El Paso vildu ekki hitta Trump í umdeildri heimsókn Heimsóknir Trumps til El Paso og Dayton í Ohio ollu miklu fjaðrafoki meðal andstæðinga hans. 8. ágúst 2019 12:15 Sala á skotheldum skólatöskum eykst í kjölfar skotárása Fyrirtæki á bandarískum markaði, sem selja meðal annars skothelda bakpoka og skólatöskur, hafa séð mikla aukningu í sölu í kjölfar skotárása í Bandaríkjunum. Nýverið létust 31 í árásum í El Paso, Texas og Dayton, Ohio. 13. ágúst 2019 14:06 Mynd af skælbrosandi Trump með munaðarleysingja vekur reiði Myndin er tekin við heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á sjúkrahús í El Paso á miðvikudag. 9. ágúst 2019 15:13 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Hundruð ókunnugra létu sjá sig til þess að sýna Antonio Basco samhug og stuðning er eiginkona hans var borinn til grafar í El Paso í Bandaríkjunum í gær. Hún var skotin til bana í skotárásinni í borginni sem varð 22 að bana fyrr í mánuðinum. Útför hinnar 63 ára gömlu Margie Reckard var haldin í gær en hún og Basco höfðu verið saman í 22 ár. Þau höfðu nýverið flutt til El Paso og áttu ekki marga ættinga eða nána vini í borginni. Myndir af Basco að syrgja eiginkonu sína höfðu áður vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Þegar útförin var auglýst var tekið fram að Reckard hafi verið eini fjölskyldumeðlimur Basco, því væri öllum sem vildu koma boðið í jarðarförina. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Útfararstjórinn sem sá um útförina áttaði sig fljótlega á því eftir að auglýsingin var birt að mun fleiri en 250 myndu láta sjá sig í útförinni, og því gæti salurinn sem frátekinn hafði verið ekki tekið á móti öllum. Hann bókaði því stærri sal. Hundruð einstaklinga víðsvegar frá Bandaríkjunum létu sjá sig. „Þessi saga hreyfði við mér,“ sagði Jordan Ballard sem kom frá Los Angeles í Kaliforníu til að vera viðstaddur útförina. Röð myndaðist fyrir utan salinn og biðu margir klukkutímum saman eftir því að komast inn. „Aldrei kynnst svona mikilli ást,“ sagði Basco er hann kom inn í salinn er útförin var að hefjast. Þar tók á móti honum dynjandi lófaklapp og ótal faðmlög. „Ég elska ykkur öll,“ sagði hann grátandi.People rise and clap for Basco as he enters the sanctuary pic.twitter.com/mv1RtUijLB — Mallory Falk (@malloryfalk) August 17, 2019
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fórnarlömb í El Paso vildu ekki hitta Trump í umdeildri heimsókn Heimsóknir Trumps til El Paso og Dayton í Ohio ollu miklu fjaðrafoki meðal andstæðinga hans. 8. ágúst 2019 12:15 Sala á skotheldum skólatöskum eykst í kjölfar skotárása Fyrirtæki á bandarískum markaði, sem selja meðal annars skothelda bakpoka og skólatöskur, hafa séð mikla aukningu í sölu í kjölfar skotárása í Bandaríkjunum. Nýverið létust 31 í árásum í El Paso, Texas og Dayton, Ohio. 13. ágúst 2019 14:06 Mynd af skælbrosandi Trump með munaðarleysingja vekur reiði Myndin er tekin við heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á sjúkrahús í El Paso á miðvikudag. 9. ágúst 2019 15:13 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Fórnarlömb í El Paso vildu ekki hitta Trump í umdeildri heimsókn Heimsóknir Trumps til El Paso og Dayton í Ohio ollu miklu fjaðrafoki meðal andstæðinga hans. 8. ágúst 2019 12:15
Sala á skotheldum skólatöskum eykst í kjölfar skotárása Fyrirtæki á bandarískum markaði, sem selja meðal annars skothelda bakpoka og skólatöskur, hafa séð mikla aukningu í sölu í kjölfar skotárása í Bandaríkjunum. Nýverið létust 31 í árásum í El Paso, Texas og Dayton, Ohio. 13. ágúst 2019 14:06
Mynd af skælbrosandi Trump með munaðarleysingja vekur reiði Myndin er tekin við heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á sjúkrahús í El Paso á miðvikudag. 9. ágúst 2019 15:13