Fótbolti

Jón Þór gerir sex breytingar og Svava Rós byrjar fremst

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Byrjunarliðið á móti Kanada.
Byrjunarliðið á móti Kanada. Vísir/Getty
Jón Þór Hauksson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, gerir margar breytingar á milli leikja í Algarve bikarnum.

Jón Þór gerir sex breytingar frá liðinu sem mætti Kanada í fyrsta leik liðsins á Algarve en sá leikur endaði með markalausu jafntefli.

Markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir, varnarmennirnir Sif Atladóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir, miðjumaðurin Selma Sól Magnúsdóttir og sóknarmennirnir Elín Metta Jensen og Berglind Björg Þorvaldsdóttir detta allar út úr liðinu.

Í stað þeirra koma Sonný Lára Þráinsdóttir, Guðrún Arnardóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, Rakel Hönnudóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir sem byrjar í fremstu víglínu í dag.

Leikurinn hefst klukkan 14:00 að íslenskum tíma.





Byrjunarlið Íslands á móti Skotum (4-2-3-1):

Sonný Lára Þráinsdóttir

Guðrún Arnardóttir

Glódís Perla Viggósdóttir

Anna Björk Kristjánsdóttir

Hallbera Guðný Gísladóttir

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir

Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir

Agla María Albertsdóttir

Sara Björk Gunnarsdóttir

Rakel Hönnudóttir

Svava Rós Guðmundsdóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×