Liverpool komst á toppinn með sigri á suðurströndinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mané fagnar marki sínu.
Mané fagnar marki sínu. vísir/getty
Liverpool vann 1-2 sigur á Southampton á St. Mary's vellinum í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Liverpool er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar en Southampton er enn án stiga.

Sadio Mané kom Liverpool yfir með góðu skoti í fjærhornið í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Á 71. mínútu vann Mané boltann á vinstri kantinum, sendi á Roberto Firmino sem lék á varnarmann Southampton og skoraði.

Þegar sjö mínútur voru eftir minnkaði Danny Ings muninn í 1-2 með afar skrautlegu marki. Adrián, sem var hetja Liverpool gegn Chelsea í Ofurbikar Evrópu á miðvikudaginn, skaut boltanum þá í Ings og inn.

Nær komust Dýrlingarnir ekki og gestirnir frá Liverpool fögnuðu sigri. Með honum komust þeir á topp deildarinnar, allavega um stundarsakir. Southampton er í 17. sætinu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira