Fótbolti

Bandarísku landsliðskonurnar skiptu sínum nöfnum út fyrir nöfn hetja sinna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Byrjunarlið bandaríska landsliðsins: Rose Levelle, (J. K. Rowling) Tobin Heath (Doris Burke), Abby Dahlkemper (Jennifer Lawrence), Alex Morgan (Abby Wambach), Kelley O'Hara (HOA - Heather O'Reilly), Megan Rapinoe (Audre Lorde), Adrianna French (Briana Scurry), Julie Ertz (Carrie Underwood), Mallory Pugh (Beyonce), Tierna Davidson (Sally Ride) og Crystal Dunn (Serena Williams).
Byrjunarlið bandaríska landsliðsins: Rose Levelle, (J. K. Rowling) Tobin Heath (Doris Burke), Abby Dahlkemper (Jennifer Lawrence), Alex Morgan (Abby Wambach), Kelley O'Hara (HOA - Heather O'Reilly), Megan Rapinoe (Audre Lorde), Adrianna French (Briana Scurry), Julie Ertz (Carrie Underwood), Mallory Pugh (Beyonce), Tierna Davidson (Sally Ride) og Crystal Dunn (Serena Williams). Vísir/Getty
Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta vakti mikla athygli fyrir uppátæki sitt í leik á móti Englandi um helgina.

Leikmenn eru vanalega með nöfnin sín á keppnistreyjunni fyrir ofan númerin á bakinu en það var ekki þannig hjá bandarísku landsliðskonunum í þessum leik á móti Englandi á SheBelieves æfingamótinu.

Bandaríkin og England eru að undirbúa sig fyrir HM í Frakklandi í sumar. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli en stærsta fréttin var samt búningar bandarísku landsliðskvennanna.

Bandarísku landsliðkonurnar skiptu sínum nöfnum nefnilega út fyrir hetjurnar sínar eða þær konur sem höfðu haft mest áhrif á þær. Þetta voru þær konur sem höfðu kvatt þær til dáða með því að standa fastar á sínu og ná árangri á sínu sviði.

Í keppnistreyjunum voru því nöfn allt frá Beyoncé og RBG til Abby Wambach og Serenu Williams.





Abby Wambach er sú sem hefur skorað flest mörk fyrir fótboltalandslið, karla og kvenna, eða 184 mörk í 256 landsleikjum. Hún var meyr þegar hún þakkaði Alex Morgan fyrir að hafa sett sitt nafn á treyu sína eins og sést hér fyrir neðan.





Hetjur bandarísku landsliðskvennanna voru ekki aðeins íþróttakonur heldur einnig leikkonur, listamenn, sjónvarpskonur, Nóbelsverðlaunahafar og fleiri baráttukonur.

Hetjur byrjunarliðskvenna bandaríska landsliðsins voru: Rose Levelle, (J. K. Rowling) Tobin Heath (Doris Burke), Abby Dahlkemper (Jennifer Lawrence), Alex Morgan (Abby Wambach), Kelley O'Hara (HOA - Heather O'Reilly), Megan Rapinoe (Audre Lorde), Adrianna French (Briana Scurry), Julie Ertz (Carrie Underwood), Mallory Pugh (Beyonce), Tierna Davidson (Sally Ride) og Crystal Dunn (Serena Williams).

Hér fyrir neðan má líka sjá skemmtilega uppsetningu hjá Front Office Sports á Twitter þar sem sést mynd af bandarísku landsliðskonunum og fyrir ofan er hetjur þeirra.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×