Óttast að minnisvarðinn um Ok verði ekki sá síðasti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. ágúst 2019 19:11 Vísindamenn sem áttu hugmyndina að því að setja minnismerki við dauða jökulinn Ok óttast að þótt minnisvarðinn sé fyrsti sinnar tegundar í heiminum verði hann ekki sá síðasti. Forsætisráðherra sendir ákall til heimsbyggðarinnar um að grípa til aðgerða í loftslagsmálum og hjálpa til við að halda ísnum áfram á Íslandi. Minnisvarða um jökulinn sem var, Ok, verður komið fyrir við formlega athöfn á morgun þar sem einu sinni var jökull. Það voru mannfræðingar við Rice háskóla í Bandaríkjunum sem áttu hugmyndina.Sjá einnig: Enginn her dugar gegn loftslagsbreytingum „Þetta er fyrsti minnisvarðinn um fallinn jökul í heiminum en við höldum að þetta verði ekki sá síðasti, því miður. Eitt af því jákvæða við þetta minnismerki og athyglina sem það hefur vakið er að það skapar samfélag fólks sem tengist í gegnum þetta mál,“ segir Cymene Howe, mannfræðiprófessor við Rice háskóla. Dominic Boyer, sem einnig er prófessor í mannfræði við sama háskóla, segir þau hafa heyrt af afdrifum Oks fyrir tilviljun. „Við vorum hér að byrja á verkefni um það hvernig Íslendingar tækju því að missa jöklana og við sáum smáfrétt í dagblaði, kannski þrjár eða fjórar línur, þar sem fjallað var um að því hefði verið lýst yfir að Ok væri ekki lengur jökull,“ segir Dominic. Síðan hefur Ok vakið heimsathygli en fjallað hefur verið um málið í mörgum af stærstu fjölmiðlum heims.Þau Cymene og Dominic á fjallinu Ok þegar þau unnu að gerð heimildarmyndarinnar Not Ok.Rice UniversityÍ aðsendri grein í New York Times í dag skrifar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra meðal annars um bráðnun jökla af völdum loftslagsbreytinga. Þar biðlar hún til einstaklinga, þjóðríkja, fyrirtækja og stofnanna um hjálp við að halda ísnum áfram á Íslandi og til að gera það sem í þeirra valdi stendur til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Hún mun flytja ávarp við athöfnina á morgun en í dag barst henni áskorun um að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. „Hvað varðar það að hún segi eitthvað óvænt þá vitum við það ekki en hún var að birta skoðanagrein í New York Times og við höldum að það geti verið sömu hugmyndir og þar birtust. Og svo verður Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, með okkur. Hún er mjög öflugur aktívisti og baráttukona fyrir loftslagsmálum um allan heim.“ Á þriðjudaginn koma forsætisráðherrar Norðurlandanna saman í Reykjavík til árlegs sumarfundar en Angela Merkel, kanslari Þýskalands, verður sérstakur gestur fundarins þar sem loftslagsmál verða í brennidepli.Sjá einnig: Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Loftslagsmál Tengdar fréttir Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18 Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf Minnst verður fyrsta íslenska jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga í næsta mánuði þegar minnismerki verður afhjúpað við jökulinn fyrrverandi. 18. júlí 2019 19:01 Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Vísindamenn sem áttu hugmyndina að því að setja minnismerki við dauða jökulinn Ok óttast að þótt minnisvarðinn sé fyrsti sinnar tegundar í heiminum verði hann ekki sá síðasti. Forsætisráðherra sendir ákall til heimsbyggðarinnar um að grípa til aðgerða í loftslagsmálum og hjálpa til við að halda ísnum áfram á Íslandi. Minnisvarða um jökulinn sem var, Ok, verður komið fyrir við formlega athöfn á morgun þar sem einu sinni var jökull. Það voru mannfræðingar við Rice háskóla í Bandaríkjunum sem áttu hugmyndina.Sjá einnig: Enginn her dugar gegn loftslagsbreytingum „Þetta er fyrsti minnisvarðinn um fallinn jökul í heiminum en við höldum að þetta verði ekki sá síðasti, því miður. Eitt af því jákvæða við þetta minnismerki og athyglina sem það hefur vakið er að það skapar samfélag fólks sem tengist í gegnum þetta mál,“ segir Cymene Howe, mannfræðiprófessor við Rice háskóla. Dominic Boyer, sem einnig er prófessor í mannfræði við sama háskóla, segir þau hafa heyrt af afdrifum Oks fyrir tilviljun. „Við vorum hér að byrja á verkefni um það hvernig Íslendingar tækju því að missa jöklana og við sáum smáfrétt í dagblaði, kannski þrjár eða fjórar línur, þar sem fjallað var um að því hefði verið lýst yfir að Ok væri ekki lengur jökull,“ segir Dominic. Síðan hefur Ok vakið heimsathygli en fjallað hefur verið um málið í mörgum af stærstu fjölmiðlum heims.Þau Cymene og Dominic á fjallinu Ok þegar þau unnu að gerð heimildarmyndarinnar Not Ok.Rice UniversityÍ aðsendri grein í New York Times í dag skrifar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra meðal annars um bráðnun jökla af völdum loftslagsbreytinga. Þar biðlar hún til einstaklinga, þjóðríkja, fyrirtækja og stofnanna um hjálp við að halda ísnum áfram á Íslandi og til að gera það sem í þeirra valdi stendur til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Hún mun flytja ávarp við athöfnina á morgun en í dag barst henni áskorun um að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. „Hvað varðar það að hún segi eitthvað óvænt þá vitum við það ekki en hún var að birta skoðanagrein í New York Times og við höldum að það geti verið sömu hugmyndir og þar birtust. Og svo verður Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, með okkur. Hún er mjög öflugur aktívisti og baráttukona fyrir loftslagsmálum um allan heim.“ Á þriðjudaginn koma forsætisráðherrar Norðurlandanna saman í Reykjavík til árlegs sumarfundar en Angela Merkel, kanslari Þýskalands, verður sérstakur gestur fundarins þar sem loftslagsmál verða í brennidepli.Sjá einnig: Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi
Loftslagsmál Tengdar fréttir Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18 Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf Minnst verður fyrsta íslenska jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga í næsta mánuði þegar minnismerki verður afhjúpað við jökulinn fyrrverandi. 18. júlí 2019 19:01 Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18
Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf Minnst verður fyrsta íslenska jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga í næsta mánuði þegar minnismerki verður afhjúpað við jökulinn fyrrverandi. 18. júlí 2019 19:01
Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24