Enski boltinn

James: Ég er vængmaður, það verður brotið á mér

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sissoko brýtur á James í leik United og Tottenham
Sissoko brýtur á James í leik United og Tottenham vísir/getty
Daniel James segist ekki hræðast varnarmenn ensku úrvalsdeildarinnar, heldur búist hann við því að þurfa að eiga við harðar tæklingar.

James var keyptur til Manchester United frá Swansea í sumar og mun spila í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta skipti í vetur.

Hann fékk smjörþefin af því sem koma skal þegar United og Tottenham mættust í æfingaleik í vikunni. Þar þurfti hann að eiga við hörku, Moussa Sissoku felldi hann meðal annars til jarðar og steig svo á bringuna á honum

„Ef þú horfir á leiki frá síðasta tímabili þá held ég að það hafi eitthvað komið upp í hverjum leik,“ sagði hinn 21 árs James.

„Það var harka í leiknum við Tottenham en allir leikir eru svona, ég er vanur þessu.“

Ole Gunnar Solskjær hrósaði Walesverjanum fyrir að hafa sleppt öllum leikrænum tilburðum þegar brotið var á honum.

„Hluti af hlutverki mínu er að vinna aukaspyrnur og komast í góðar stöður. Ég þarf að standa upp og halda áfram,“ sagði James.

„Sem vængmaður þá verður alltaf brotið á manni en það þarf bara að halda áfram.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×