Fótbolti

Hentu sandölum og vatnsflöskum í leikmennina sem komust í úrslitaleikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmaður Katar liggur í grasinu og þarna sést einn sandalinn.
Leikmaður Katar liggur í grasinu og þarna sést einn sandalinn. Getty/Koki Nagahama
Katar skrifaði í gær nýjan kafla í knattspyrnusögu sína og endaði um leið draum heimamanna um að komast í úrslitaleikinn í Asíukeppninni.

Katar vann þá 4-0 sigur á gestgjöfum Sameinuðu arabísku furstadæmanna en leikurinn fór fram í Abú Dabí.

Þetta er í fyrsta sinn sem Katar spilar til úrslita í Asíukeppninni en besti árangurinn fyrir þessa keppni var fimmta sætið.

Katar hefur unnið alla sex leiki sína í keppninni með markatölunni 16-0 en leikmenn liðsins voru í hættu þegar þeir skoruðu mörkin sín í gær.

Nokkrar af arabísku þjóðunum hafa lokað á samskipti sín við Katar og saka landið um að styðja við bakið á hryðjuverkasamtökum. Sameinuðu arabísku furstadæmin er eitt þeirra landa.





Það var mikið baulað þegar þjóðsöngur Katar var spilaður fyrir undanúrslitaleikinn og þegar leikmenn Katar fögnuðu mörkunum sínum þá köstuðu stuðningsmenn Sameinuðu arabísku furstadæmanna sandölum, vatnsflöskum og öðru lauslegu í leikmennina.

„Þetta voru ekki auðveldar aðstæður. Leikmennirnir mínir undirbjuggu sig fyrir það að það yrði mikil pressa á þeim og þeir réðu vel við hana sem og allar tilfinningarnar sem fylgdu. Ég er mjög stoltur af þeim,“ sagði Felix Sanchez, þjálfari Katar.







Getty/Masashi Hara
Getty/Koki Nagahama
Getty/Koki Nagahama



Fleiri fréttir

Sjá meira


×