Enski boltinn

City á áfram möguleika á fernunni eftir sigur á Chelsea í deildarbikarnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
City fagnar í dag.
City fagnar í dag. vísir/getty
Manchester City á enn möguleika á fernunni eftir að liðið hafði betur gegn Chelsea í úrslitaleik deildarbikarsins á Wembley í dag. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni.

Liðin mættust ekki fyrir löngu og þá rúllaði Manchester City yfir Chelsea. Lokatölurnar urðu 6-0 og það var ljóst frá upphafi að leikmenn Chelsea voru stemmdari í kvöld en fyrr í mánuðinum.

Fyrri hálfleikurinn var afar bragðdaufur. Bæði lið voru lítið í því að opna sig og hálfleikurinn spilaðist eftir því en lítið sem ekkert var um færi. Markalaust í hálfleik.

Í síðari hálfleik opnaðist leikurinn en Chelsea voru ívið sterkari og fengu hættulegri færi. N'Golo Kante var nærri því að koma Chelsea yfir en skaut yfir úr góðu færi.

City virtist vera að komast yfir er Sergio Aguero kom boltanum í mark Chelsea í síðari hálfleik en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Í endursýningu sást að það munaði litlu, ef um rangstöðu var að ræða. Markalaust eftir venjulegan leiktíma.

Í framlengingunni fengu liðin nokkrar álitlegar sóknir en ekki tókst að koma boltanum í netið. Staðan var því markalaus einnig eftir framlengingu en undir lok framlengarinnar gerðist athyglisvert atvik.

Kepa, markvörður Chelsea, meiddist og Marizio Sarri, stjóri Chelsea, vildi taka hann útaf. Hann neitaði að koma útaf og Sarri var allt annað en sáttur. Willy Caballero, varamarkvörður Chelsea, var klár á hliðarlínunni en Kepa neitaði hins vegar að koma útaf. Sarri var allt annað en sáttur.

Vítaspyrnukeppnin var spennandi. Nokkur voru mislukkuð en hetjan reyndist svo Raheem Sterling sem skoraði úr síðasta vítinu í slá og inn.

Vítaspyrnukeppnin:

0-0 Ederson varði frá Jorginho

1-0 Ilkay Gundogan skoraði

1-1 Cesar Azpilicueta skoraði

2-1 Sergio Aguero skoraði

2-2 Emerson skoraði

2-2 Kepa varði frá Leroy Sane

2-2 David Luiz skaut í stöngina

3-2 Bernardo Silva skorar

3-3 Eden Hazard skorar

4-3 Raheem Sterling skorar












Fleiri fréttir

Sjá meira


×