Enski boltinn

Gylfi stoltur en Eiður spyr hvers vegna þetta tók svona langan tíma

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi við það að skora annað af mörkum Everton.
Gylfi við það að skora annað af mörkum Everton. vísir/getty
Gylfi Sigurðsson varð markahæsti Íslendingurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar er hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri á Cardiff í úrvalsdeildinni á þriðjudagskvöldið.

Gylfi tók þar með fram úr Eiði Smára Guðjohnsen en Gylfi er nú kominn með 57 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Eiður skoraði 56 á sínum tíma með Chelsea.



 
 
 
View this post on Instagram
Proud to be Iceland’s top goal scorer in the @premierleague ! Good 3 away points, thank you to the traveling supporters

A post shared by Gylfi Sigurdsson (@gylfisig23) on Feb 27, 2019 at 9:47am PST



Hafnfirðingurinn lýsti ánægju sinni á Instagram-síðu sinni í gærkvöldi þar sem hann sagðist vera stoltur af áfanganum og þakkaði stuðningsmönnum Everton fyrir stuðninginn.

Eiður Smári Guðjohnsen slær á létta strengi undir myndinni en hann setti ummæli af hverju þetta hefði tekið svona langan tíma hjá Gylfa.

Gylfi er kominn með ellefu mörk á leiktíðinni og er búinn að skora fimm mörkum fleiri en næsti maður hjá Everton síðan í byrjun síðasta tímabils.








Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×