Reikningur þriggja ára dótturinnar tæmdur vegna „mannlegra mistaka“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2019 12:31 Solveig Rut og Björgvin Örn, foreldrar þriggja ára eiganda reikningsins. Mynd/Aðsend Átján ára drengur setti sig í samband við Solveigu Ruth Sigurðardóttur í fyrradag og tjáði henni að þriggja ára dóttir hennar hefði millifært hundrað þúsund krónur á reikning hans. Þetta kom Solveigu vitanlega mjög á óvart en við nánari eftirgrennslan kom í ljós að reikningi dótturinnar hafði verið lokað fyrir mistök. Viðskiptabanki mæðgnanna, Íslandsbanki, harmar mistökin. Solveig greindi frá málinu á Facebook í gær en færslan hefur vakið mikla athygli. Solveig segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki tekið eftir neinu fyrr en ungi maðurinn hringdi, enda kíki hún tiltölulega sjaldan inn á reikning dótturinnar. „En svo fengum við símtal frá ungum strák sem segist hafa fengið millifærslu frá dóttur okkar og honum fyndist það eitthvað skrýtið, því hann hafi tekið eftir því að hún væri ekki nema þriggja ára gömul. Við þekkjum hann ekki neitt og hann er bara ótrúlega heiðarlegur að hafa hringt í okkur,“ segir Solveig, og færir drengnum bestu þakkir fyrir að hafa haft samband vegna málsins. „Við hefðum kannski annars ekki komist að þessu fyrr en næst þegar ég ætlaði að leggja inn á hana. Og ég veit ekkert hvort þetta gerðist þennan sama dag eða hvort það var liðin vika eða tvær, ég hef ekki hugmynd.“Óþægilegt að vita til þess að hægt sé að eyða reikningi Eftir ábendinguna frá drengnum kíkti Solveig inn á heimabankann og sá að þar var ekkert lengur í nafni dóttur hennar. Hún hringdi svo í bankann í gærmorgun og spurðist fyrir um málið. Starfsmaðurinn sem svaraði henni fann engan reikning undir kennitölu dótturinnar. „Ég gaf henni kennitöluna hjá stráknum sem hringdi í okkur og þá gátu þau staðfest að það var vissulega komin millifærsla frá dóttur minni, þó að reikningurinn hennar væri ekki lengur til. Þau voru rosa fljót að leysa þetta, ég held það hafi verið hringt í mig hálftíma seinna, og þá voru peningarnir komnir aftur á sinn stað.“ „Þetta var óþægilegt að vita, að það sé hægt að eyða óvart út reikningi, af því að ég hef til dæmis ekki aðgang að því að tæma hann núna. Hann er læstur.“ Solveig segist hafa fengið þær skýringar frá bankanum í gær að um hefði verið að ræða mannleg mistök. Það var þó ekki útskýrt frekar fyrir henni fyrr en upplýsingafulltrúi Íslandsbanka hafði samband við hana í gær. Þá hyggst Solveig leita enn frekari skýringa frá bankanum í dag.Sama reikningsnúmer en hvort í sínu útibúi Ekki náðist í Eddu Hermannsdóttur upplýsingafulltrúa Íslandsbanka við vinnslu þessarar fréttar. Hún útskýrði málið í samtali við Fréttablaðið í morgun og sagði að um hefði verið að ræða „röð mannlegra mistaka“. Fréttablaðið hefur eftir Eddu að dóttir Solveigar og drengurinn hafi verið með sama reikningsnúmer en hvort í sínu útibúi. Reikningi dótturinnar hafi óvart verið lokað í stað reikningsins hjá drengnum þegar vitlaust útibúsnúmer var stimplað inn. Þá ítrekaði hún að þó að reikningi sé eytt þá sé enn aðgengileg viðskiptasaga hjá bankanum, sem starfsmaðurinn sem Solveig ræddi fyrst við virðist ekki hafa fundið. Mjög óvenjulegt sé að svona nokkuð gerist í bankanum og harmar hann mistökin. Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Átján ára drengur setti sig í samband við Solveigu Ruth Sigurðardóttur í fyrradag og tjáði henni að þriggja ára dóttir hennar hefði millifært hundrað þúsund krónur á reikning hans. Þetta kom Solveigu vitanlega mjög á óvart en við nánari eftirgrennslan kom í ljós að reikningi dótturinnar hafði verið lokað fyrir mistök. Viðskiptabanki mæðgnanna, Íslandsbanki, harmar mistökin. Solveig greindi frá málinu á Facebook í gær en færslan hefur vakið mikla athygli. Solveig segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki tekið eftir neinu fyrr en ungi maðurinn hringdi, enda kíki hún tiltölulega sjaldan inn á reikning dótturinnar. „En svo fengum við símtal frá ungum strák sem segist hafa fengið millifærslu frá dóttur okkar og honum fyndist það eitthvað skrýtið, því hann hafi tekið eftir því að hún væri ekki nema þriggja ára gömul. Við þekkjum hann ekki neitt og hann er bara ótrúlega heiðarlegur að hafa hringt í okkur,“ segir Solveig, og færir drengnum bestu þakkir fyrir að hafa haft samband vegna málsins. „Við hefðum kannski annars ekki komist að þessu fyrr en næst þegar ég ætlaði að leggja inn á hana. Og ég veit ekkert hvort þetta gerðist þennan sama dag eða hvort það var liðin vika eða tvær, ég hef ekki hugmynd.“Óþægilegt að vita til þess að hægt sé að eyða reikningi Eftir ábendinguna frá drengnum kíkti Solveig inn á heimabankann og sá að þar var ekkert lengur í nafni dóttur hennar. Hún hringdi svo í bankann í gærmorgun og spurðist fyrir um málið. Starfsmaðurinn sem svaraði henni fann engan reikning undir kennitölu dótturinnar. „Ég gaf henni kennitöluna hjá stráknum sem hringdi í okkur og þá gátu þau staðfest að það var vissulega komin millifærsla frá dóttur minni, þó að reikningurinn hennar væri ekki lengur til. Þau voru rosa fljót að leysa þetta, ég held það hafi verið hringt í mig hálftíma seinna, og þá voru peningarnir komnir aftur á sinn stað.“ „Þetta var óþægilegt að vita, að það sé hægt að eyða óvart út reikningi, af því að ég hef til dæmis ekki aðgang að því að tæma hann núna. Hann er læstur.“ Solveig segist hafa fengið þær skýringar frá bankanum í gær að um hefði verið að ræða mannleg mistök. Það var þó ekki útskýrt frekar fyrir henni fyrr en upplýsingafulltrúi Íslandsbanka hafði samband við hana í gær. Þá hyggst Solveig leita enn frekari skýringa frá bankanum í dag.Sama reikningsnúmer en hvort í sínu útibúi Ekki náðist í Eddu Hermannsdóttur upplýsingafulltrúa Íslandsbanka við vinnslu þessarar fréttar. Hún útskýrði málið í samtali við Fréttablaðið í morgun og sagði að um hefði verið að ræða „röð mannlegra mistaka“. Fréttablaðið hefur eftir Eddu að dóttir Solveigar og drengurinn hafi verið með sama reikningsnúmer en hvort í sínu útibúi. Reikningi dótturinnar hafi óvart verið lokað í stað reikningsins hjá drengnum þegar vitlaust útibúsnúmer var stimplað inn. Þá ítrekaði hún að þó að reikningi sé eytt þá sé enn aðgengileg viðskiptasaga hjá bankanum, sem starfsmaðurinn sem Solveig ræddi fyrst við virðist ekki hafa fundið. Mjög óvenjulegt sé að svona nokkuð gerist í bankanum og harmar hann mistökin.
Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira