Þetta uppátæki stuðningsmanna Chiefs dugði ekki til því Brady leiddi sitt lið til sigurs í framlengdum háspennuleik.
Brady kastaði boltanum einu sinni frá sér í leiknum og einmitt í þeirri sókn var lasernum beint að honum.
Hann lét laserinn aftur á móti ekkert trufla sig er allt var undir. Hann kvartaði ekkert yfir þessu eftir leik og það gerði Patriots ekki heldur. Félagið treystir því að NFL-deildin afgreiði þetta mál eins og á að gera.
Eigandi Patriots, Robert Kraft, hefur þó kallað eftir því að leitað sé að þessum ljósum á fólki áður en það kemur inn á völlinn.