Svíinn magnaði hefur spilað með mörgum af bestu liðum Evrópu í gegnum tíðina. Hann hefur meðal annars leikið með PSG, Manchester United og Inter Milan, svo einhver séu nefnd en félagsliðaferill hans er magnaður.
My favourite team of all time. I only have to decide the coach. Maybe will be Zlatan pic.twitter.com/MvRN5krxPc
— Zlatan Ibrahimović (@Ibra_official) July 8, 2019
Í morgun birti Zlatan svo mynd af draumaliðinu sínu. Það sem vakti mesta athygli er að það er enginn annar leikmaður í liðinu en Zlatan. Hann spilar allar ellefu stöðurnar.
„Ég á bara eftir að velja þjálfarann. Kannski verður hann Zlatan,“ sagði Svíinn sem hefur alltaf haft mikla trú á sjálfum sér.
Zlatan hefur verið í miklu stuði í MLS-deildinni það sem af er tímabili en hann hefur skorað þrettán mörk í fyrstu fimmtán leikjunum. Að auki hefur hann lagt upp önnur þrjú mörk.