Vilja sjá Arsenal í „super bowl fótboltans“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. febrúar 2019 12:30 Getur Emery komið Arsenal alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar? vísir/getty Eigendur Arsenal vilja sjá Unai Emery koma Arsenal í „superbowl fótboltans,“ úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Stan Kroenke er eigandi Arsenal og hann á einnig Los Angeles Rams sem mun spila um ofurskálina eftirsóttu, stærsta titilinn í amerískum fótbolta. Sonur Kroenke, Josh, er framkvæmdarstjóri Arsenal og hann sagði frá áætlunum um að koma meira samstarfi á milli liðanna tveggja. Emery mun meðal annars vinna með Sean McVay, þjálfara Rams, en McVay er yngsti aðalþjálfarinn í sögu NFL deildarinnar sem kemst í leikinn um ofurskálina. „Ég held að hann [Emery] og Sean passi mjög vel saman og það hvernig þeir bera sig í daglegum störfum er mjög svipað,“ sagði Josh Kroenke við breska blaðið Telegraph. „Þeir fara yfir mikið af tölfræði, eru mjög virkir á æfingasvæðinu og þeir eru með svipaðan stíl, þrátt fyrir að vera sitthvorum enda hnattarins.“ Arsenal er ekki í Meistaradeildinni þetta tímabilið. Liðið er hins vegar komið í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar og fari það alla leið og vinni þann bikar þá er Meistaradeildarsætið á næsta tímabili tryggt. Eins og er situr Arsenal í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar en er þó í harðri baráttu við Chelsea og Manchester United. Rams spilar í leiknum um ofurskálina í fyrsta skipti í sautján ár á sunnudagskvöld þar sem þeir mæta Tom Brady og félögum í New England Patriots. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 22:00 á sunnudaginn. Enski boltinn NFL Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Sjá meira
Eigendur Arsenal vilja sjá Unai Emery koma Arsenal í „superbowl fótboltans,“ úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Stan Kroenke er eigandi Arsenal og hann á einnig Los Angeles Rams sem mun spila um ofurskálina eftirsóttu, stærsta titilinn í amerískum fótbolta. Sonur Kroenke, Josh, er framkvæmdarstjóri Arsenal og hann sagði frá áætlunum um að koma meira samstarfi á milli liðanna tveggja. Emery mun meðal annars vinna með Sean McVay, þjálfara Rams, en McVay er yngsti aðalþjálfarinn í sögu NFL deildarinnar sem kemst í leikinn um ofurskálina. „Ég held að hann [Emery] og Sean passi mjög vel saman og það hvernig þeir bera sig í daglegum störfum er mjög svipað,“ sagði Josh Kroenke við breska blaðið Telegraph. „Þeir fara yfir mikið af tölfræði, eru mjög virkir á æfingasvæðinu og þeir eru með svipaðan stíl, þrátt fyrir að vera sitthvorum enda hnattarins.“ Arsenal er ekki í Meistaradeildinni þetta tímabilið. Liðið er hins vegar komið í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar og fari það alla leið og vinni þann bikar þá er Meistaradeildarsætið á næsta tímabili tryggt. Eins og er situr Arsenal í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar en er þó í harðri baráttu við Chelsea og Manchester United. Rams spilar í leiknum um ofurskálina í fyrsta skipti í sautján ár á sunnudagskvöld þar sem þeir mæta Tom Brady og félögum í New England Patriots. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 22:00 á sunnudaginn.
Enski boltinn NFL Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Sjá meira