„Stærra en þegar Liverpool vann Barcelona“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2019 10:30 Hinn 35 ára gamli Michael Wilde fagnar marki sínu fyrir Connah's Quay Nomads. Getty/Matthew Ashton KR og Breiðablik eru úr leik í Evrópudeildinni en velska liðið Connah's Quay Nomads er aftur á mótið komið áfram í aðra umferð keppninnar. Connah's Quay Nomads sló í gær út skoska liðið Kilmarnock og fá að launum leiki á móti serbneska félaginu Partizan Belgrad í næstu umferð. Connah's Quay Nomads tapaði fyrri leiknum 2-1 á heimavelli og það voru ekki margir sem sáu Kilmarnock klúðra þeirri forystu í Skotlandi. Connah's Quay Nomads vann hins vegar 2-0 sigur á heimavelli Kilmarnock í gær og tryggði sér sæti í næstu umferð og um leið dágóða peningaupphæð.A "bigger result than Liverpool beating Barcelona". There's already been a huge shock in Europa League qualifying .https://t.co/sQeeij6LrJpic.twitter.com/LIBUpZKw8F — BBC Sport (@BBCSport) July 19, 2019Knattspyrnustjóri Connah's Quay Nomads var líka kátur og yfirlýsingaglaður eftir leikinn í gær. „Þetta eru ein óvæntustu úrslitin í sögu Evrópudeildarinnar,“ lét Andy Morrison hafa eftir sér og hann var ekki hættur því Morrison bætti við: „Þetta er stærra en þegar Liverpool vann Barcelona,“ sagði Morrison í sigurvímu við BBC í Skotlandi. Connah's Quay Nomads er ekki skipað atvinnumönnum og sex af leikmönnum liðsins þurfti að mæta í vinnu í morgun. Liðið skilaði sér heim til Wales um miðja nótt. Andy Morrison var þarna að rifja upp 4-0 sigur Liverpool á Barcelona á Anfield í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en Barcelona vann fyrri leikinn 3-0 og var að mati flestra nánast komið áfram eftir þau úrslit. „Ég heyrði ýmislegt fyrir leikinn. Ég held að það hafi verið knattspyrnustjóri Queens' Park sem sagði að hann héldi að þeir myndu skora sex mörk á okkur og að það kæmi honum ekki á óvart að mörkin yrðu tíu,“ sagði Morrison við breska ríkisútvarpið í Skotland. „Við vorum að senda mönnum eins og honum skilaboð. Þú afskrifar ekki lið með fullvöxnum karlmönnum. Fyrirliðinn minn er 37 ára og Michael Wilde er 35 ára en þeir eru mjög ljónshjörtu og hætta aldrei,“ sagði Morrison „Þetta er stórkostlegt afrek hjá öllum mínum leikmönnum. Þeir komast ekki heim til sín fyrr en fimm um morguninn og sex af þeim þurfa að mæta í vinnu á morgun. Svo þurfum við að fara undirbúa okkur fyrir Serbíu í næstu viku,“ sagði Morrison. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira
KR og Breiðablik eru úr leik í Evrópudeildinni en velska liðið Connah's Quay Nomads er aftur á mótið komið áfram í aðra umferð keppninnar. Connah's Quay Nomads sló í gær út skoska liðið Kilmarnock og fá að launum leiki á móti serbneska félaginu Partizan Belgrad í næstu umferð. Connah's Quay Nomads tapaði fyrri leiknum 2-1 á heimavelli og það voru ekki margir sem sáu Kilmarnock klúðra þeirri forystu í Skotlandi. Connah's Quay Nomads vann hins vegar 2-0 sigur á heimavelli Kilmarnock í gær og tryggði sér sæti í næstu umferð og um leið dágóða peningaupphæð.A "bigger result than Liverpool beating Barcelona". There's already been a huge shock in Europa League qualifying .https://t.co/sQeeij6LrJpic.twitter.com/LIBUpZKw8F — BBC Sport (@BBCSport) July 19, 2019Knattspyrnustjóri Connah's Quay Nomads var líka kátur og yfirlýsingaglaður eftir leikinn í gær. „Þetta eru ein óvæntustu úrslitin í sögu Evrópudeildarinnar,“ lét Andy Morrison hafa eftir sér og hann var ekki hættur því Morrison bætti við: „Þetta er stærra en þegar Liverpool vann Barcelona,“ sagði Morrison í sigurvímu við BBC í Skotlandi. Connah's Quay Nomads er ekki skipað atvinnumönnum og sex af leikmönnum liðsins þurfti að mæta í vinnu í morgun. Liðið skilaði sér heim til Wales um miðja nótt. Andy Morrison var þarna að rifja upp 4-0 sigur Liverpool á Barcelona á Anfield í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en Barcelona vann fyrri leikinn 3-0 og var að mati flestra nánast komið áfram eftir þau úrslit. „Ég heyrði ýmislegt fyrir leikinn. Ég held að það hafi verið knattspyrnustjóri Queens' Park sem sagði að hann héldi að þeir myndu skora sex mörk á okkur og að það kæmi honum ekki á óvart að mörkin yrðu tíu,“ sagði Morrison við breska ríkisútvarpið í Skotland. „Við vorum að senda mönnum eins og honum skilaboð. Þú afskrifar ekki lið með fullvöxnum karlmönnum. Fyrirliðinn minn er 37 ára og Michael Wilde er 35 ára en þeir eru mjög ljónshjörtu og hætta aldrei,“ sagði Morrison „Þetta er stórkostlegt afrek hjá öllum mínum leikmönnum. Þeir komast ekki heim til sín fyrr en fimm um morguninn og sex af þeim þurfa að mæta í vinnu á morgun. Svo þurfum við að fara undirbúa okkur fyrir Serbíu í næstu viku,“ sagði Morrison.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira