Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
Félagið Air Lease Corporation, sem á tvær flugvélar á Keflavíkurflugvelli sem WOW air hafði á leigu, hefur óskað eftir fundi með Isavia í vikunni. Önnur vél félagsins er í kyrrsett í Keflavík og mun Isavia ekki láta vélina af hendi nema félagið greiði skuldir WOW air.

Fjallað verður nánar um málið á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.

Ólga er meðal lögmanna vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW AIR og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verklagsreglur gilda í slíkum tilfellum. Formaður félags kvenna í lögmennsku segir að þóknun sem annar skiptastjórinn hefur tekið sér fyrir slík verkefni þekkist ekki hjá öðrum lögmönnum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Þá heyrum við í framkvæmdastjóra Eflingar um gang kjaraviðræðna en fundað verður fram á kvöld í kjaradeilu Eflingar, VR og samfloti fjögurra annarra stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins. Auk þess verður rætt við íbúa í Seljahverfi sem eru uggandi yfir byggingu húsnæðis fyrir fólk með þungan geðrænan vanda í hverfinu, heyrum í hjónum sem voru komin með nóg af fatasóun og opnuðu því fatamarkað með notuðum fötum auk þess sem við ræðum við átján ára gamlan skósmið.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×