„Ekkert annað en yfirgripsmikil og alvarleg þöggun“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júní 2019 10:25 Kristinn Hrafnsson og Julian Assange. Vísir/EPA Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, segir að Bandaríkjamenn séu með framgöngu sinni gegn Julian Assange að vega að grunngildum blaðamennskunnar og þar með lýðræðisins. Stjórnvöld sendi út þau skilaboð að enginn greinarmunur verði gerður á njósnum annars vegar og blaðamennsku í almannaþágu hins vegar. Sajid Javid, innanríkisráðherra Bretlands, greindi í morgun frá því að hann hefði skrifað undir beiðni um framsal á Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, til Bandaríkjanna. Hann á yfir höfði sér ákæru fyrir brot á njósnalögum. Kristinn segir í samtali við fréttastofu að það hafi ekki komið honum á óvart að innanríkisráðherrann hefði skrifað undir framsalsbeiðnina. Í gangi sé „ekkert annað en yfirgripsmikil og alvarleg þöggun“. „Þarna er verið að uppfylla ákveðin formsatriði en að því er virðist verið að gefa út þau skilaboð að innanríkisráðherra ætli sér ekki að blanda sér í þetta mál frekar,“ segir Kristinn sem bætir við að hingað til bendi ekkert til þess að yfirvöld í Bretlandi ætli sér að spyrna við fæti. Javid hefði verið í lófa lagið að hafna framsalsbeiðninni. Bandaríkjamenn sýna á spilin á morgun Framsalsbeiðnin fer fyrir breska dómstóla á morgun en það kemur til kasta dómstóla að skera endanlega úr um það hvort Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. „Fyrsti alvöru réttardagurinn er á morgun um hádegisbil í Bretlandi þar sem Bandaríkjamenn leggja fram skjöl og upplýsingar til að styðja við framsalskröfu sína,“ segir Kristinn sem bætir við að þá sjáist betur á spilin. Þegar fréttastofa náði tali af Kristni var hann staddur í Túnis á þingi Alþjóðasambands blaðamanna. Hann segir að fyrir liggi tillaga um að lýsa yfir áhyggjum af stöðu mála. Kristinn bendir á að ferlið sem er að fara í hönd gæti orðið langt og strangt. Langur tími gæti liðið þar til endanleg ákvörðun liggur fyrir um mögulegt framsal. Sviptingar á vettvangi breskra stjórnmála gætu jafnvel haft áhrif á málið. Hann segir að WikiLeaks teymið hafa í auknum mæli fundið fyrir stuðningi. Þeir sem kynna sér málið til hlítar átti sig á ranglætinu og alvarleika málsins fyrir frjálsa fjölmiðlun. Kristinn segir að málið snúist hvorki um einstaklinga né neinn tiltekinn fjölmiðil. Framganga Bandaríkjanna sé árás á grunngildi blaðamennskunnar. „Þetta er ákæra á blaðamennsku sem hefur verið stunduð frjáls í okkar heimshluta að miklu leyti fram til þessa og nú er bara orðin breyting þar á.“ Bretland Ekvador Fjölmiðlar WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Innanríkisráðherra Breta skrifar undir framsalsbeiðni Assange Verður dómstóla að meta hvort Assange verður framseldur til Bandaríkjanna. 13. júní 2019 09:03 Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33 Undirbúin ef FBI hefur samband vegna Wikileaks Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að svo virðist sem erlend yfirvöld geti komið hingað til lands óhindrað og fært íslenska þegna í skýrslutöku vegna rannsóknar mála. 9. júní 2019 18:30 Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra Ritstjóri Wikileaks segist hafa heimildir um að íslenskar stofnanir hafi aðstoðað leyniþjónustu og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn á Julian Assange hér á landi með því að hafa uppi á vitni og veita því réttaraðstoð. Dómsmálaráðherra hafði ekki vitneskju um málið. Sakamál sem þessi rati almennt ekki á borð ráðherra. Hún segir að samkvæmt lögum þurfi að veita réttaraðstoð í alþjóðlegum málum. 7. júní 2019 18:30 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, segir að Bandaríkjamenn séu með framgöngu sinni gegn Julian Assange að vega að grunngildum blaðamennskunnar og þar með lýðræðisins. Stjórnvöld sendi út þau skilaboð að enginn greinarmunur verði gerður á njósnum annars vegar og blaðamennsku í almannaþágu hins vegar. Sajid Javid, innanríkisráðherra Bretlands, greindi í morgun frá því að hann hefði skrifað undir beiðni um framsal á Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, til Bandaríkjanna. Hann á yfir höfði sér ákæru fyrir brot á njósnalögum. Kristinn segir í samtali við fréttastofu að það hafi ekki komið honum á óvart að innanríkisráðherrann hefði skrifað undir framsalsbeiðnina. Í gangi sé „ekkert annað en yfirgripsmikil og alvarleg þöggun“. „Þarna er verið að uppfylla ákveðin formsatriði en að því er virðist verið að gefa út þau skilaboð að innanríkisráðherra ætli sér ekki að blanda sér í þetta mál frekar,“ segir Kristinn sem bætir við að hingað til bendi ekkert til þess að yfirvöld í Bretlandi ætli sér að spyrna við fæti. Javid hefði verið í lófa lagið að hafna framsalsbeiðninni. Bandaríkjamenn sýna á spilin á morgun Framsalsbeiðnin fer fyrir breska dómstóla á morgun en það kemur til kasta dómstóla að skera endanlega úr um það hvort Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. „Fyrsti alvöru réttardagurinn er á morgun um hádegisbil í Bretlandi þar sem Bandaríkjamenn leggja fram skjöl og upplýsingar til að styðja við framsalskröfu sína,“ segir Kristinn sem bætir við að þá sjáist betur á spilin. Þegar fréttastofa náði tali af Kristni var hann staddur í Túnis á þingi Alþjóðasambands blaðamanna. Hann segir að fyrir liggi tillaga um að lýsa yfir áhyggjum af stöðu mála. Kristinn bendir á að ferlið sem er að fara í hönd gæti orðið langt og strangt. Langur tími gæti liðið þar til endanleg ákvörðun liggur fyrir um mögulegt framsal. Sviptingar á vettvangi breskra stjórnmála gætu jafnvel haft áhrif á málið. Hann segir að WikiLeaks teymið hafa í auknum mæli fundið fyrir stuðningi. Þeir sem kynna sér málið til hlítar átti sig á ranglætinu og alvarleika málsins fyrir frjálsa fjölmiðlun. Kristinn segir að málið snúist hvorki um einstaklinga né neinn tiltekinn fjölmiðil. Framganga Bandaríkjanna sé árás á grunngildi blaðamennskunnar. „Þetta er ákæra á blaðamennsku sem hefur verið stunduð frjáls í okkar heimshluta að miklu leyti fram til þessa og nú er bara orðin breyting þar á.“
Bretland Ekvador Fjölmiðlar WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Innanríkisráðherra Breta skrifar undir framsalsbeiðni Assange Verður dómstóla að meta hvort Assange verður framseldur til Bandaríkjanna. 13. júní 2019 09:03 Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33 Undirbúin ef FBI hefur samband vegna Wikileaks Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að svo virðist sem erlend yfirvöld geti komið hingað til lands óhindrað og fært íslenska þegna í skýrslutöku vegna rannsóknar mála. 9. júní 2019 18:30 Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra Ritstjóri Wikileaks segist hafa heimildir um að íslenskar stofnanir hafi aðstoðað leyniþjónustu og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn á Julian Assange hér á landi með því að hafa uppi á vitni og veita því réttaraðstoð. Dómsmálaráðherra hafði ekki vitneskju um málið. Sakamál sem þessi rati almennt ekki á borð ráðherra. Hún segir að samkvæmt lögum þurfi að veita réttaraðstoð í alþjóðlegum málum. 7. júní 2019 18:30 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Innanríkisráðherra Breta skrifar undir framsalsbeiðni Assange Verður dómstóla að meta hvort Assange verður framseldur til Bandaríkjanna. 13. júní 2019 09:03
Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33
Undirbúin ef FBI hefur samband vegna Wikileaks Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að svo virðist sem erlend yfirvöld geti komið hingað til lands óhindrað og fært íslenska þegna í skýrslutöku vegna rannsóknar mála. 9. júní 2019 18:30
Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra Ritstjóri Wikileaks segist hafa heimildir um að íslenskar stofnanir hafi aðstoðað leyniþjónustu og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn á Julian Assange hér á landi með því að hafa uppi á vitni og veita því réttaraðstoð. Dómsmálaráðherra hafði ekki vitneskju um málið. Sakamál sem þessi rati almennt ekki á borð ráðherra. Hún segir að samkvæmt lögum þurfi að veita réttaraðstoð í alþjóðlegum málum. 7. júní 2019 18:30