Fótbolti

CSKA Moskva kastaði frá sér sigrinum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór lék fyrstu 76 mínúturnar.
Arnór lék fyrstu 76 mínúturnar. vísir/getty
CSKA Moskva missti af tækifæri til að komast upp í 2. sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar þegar liðið gerði 2-2 janftefli við Ufa, næstneðsta lið deildarinnar, á heimavelli í dag.

Heimamenn fóru afar illa að ráði sínu en þegar þrjár mínútur voru eftir leiddu þeir 2-0. Ufa bjargaði hins vegar stigi með frábærum endaspretti.

Arnór Sigurðsson var í byrjunarliði CSKA Moskvu og lék fyrstu 76 mínúturnar. Hörður Björgvin Magnússon var ekki í leikmannahópi liðsins í dag.

Nikola Vlasic, lánsmaður frá Everton, kom heimamönnum yfir á 25. mínútu og eftir rúman klukkutíma jók Fedor Chalov forskotið í 2-0. Ufa minnkaði muninn á 87. mínútu og jöfnunarmarkið kom svo þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

CSKA Moskva er í 3. sæti deildarinnar með 37 stig, sjö stigum á eftir toppliði Zenit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×