Einn Íslendingur kom við sögu í leik kvöldsins í þýsku Bundesligunni í handbolta þar sem Leipzig var í heimsókn hjá Melsungen.
Viggó Kristjánsson skoraði fjögur mörk úr fimm skotum fyrir Leipzig og hjálpaði liði sínu að innbyrða þriggja marka sigur, 31-34.
Lucas Krzikalla fór mikinn í liði Leipzig; skoraði 8 mörk úr tíu skotum og var markahæsti maður vallarins en Kai Hafner var markahæstur heimamanna með 7 mörk.
Viggó og félagar í 8.sæti deildarinnar.
Enski boltinn