Meirihluti hefur ekki öðlast jafnlaunavottun á tilsettum tíma Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 9. nóvember 2019 08:45 Katrín segir að fjölgun vottunarstofa muni hraða ferlinu. Fréttablaðið/Ernir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti stöðu jafnlaunavottunar á ríkisstjórnarfundi í vikunni. Á fundinum kom fram að kallað hefði verið eftir upplýsingum um stöðu jafnlaunavottunar hjá ríkisstofnunum frá öllum ráðuneytum og höfðu upplýsingar borist frá 122 sem öðlast eiga vottun fyrir áramót. Alls hafa 35 opinberir aðilar af þessum 122 fengið jafnlaunavottun, 43 stefna á að öðlast hana fyrir áramót og 42 eru í innleiðingarferli sem ekki er gert ráð fyrir að klárist fyrir áramót. Tvær stofnanir hafa ekki hafið innleiðingarferli, Lánasjóður íslenskra námsmanna og Samkeppniseftirlitið. Öllum opinberum stofnunum, sjóðum og fyrirtækjum sem eru að hálfu eða að meirihluta rekin af ríkinu og þar sem starfa 25 starfsmenn eða fleiri ber samkvæmt lögum að hafa öðlast jafnlaunavottun fyrir 31. desember 2019. Sömu lög gilda um öll fyrirtæki þar sem starfa fleiri en 250 manns. Heimilt er að beita dagsektum verði skilyrði laganna ekki uppfyllt. Katrín Jakobsdóttir telur ólíklegt að það takist að klára innleiðingarferli þeirra 85 aðila sem samkvæmt lögum skuli öðlast vottun fyrir áramót en hafa enn ekki gert það. „Ég er bjartsýn á að þetta verði allavega komið af stað hjá þeim sem heyra undir lögin en ég á ekki von á því að það verði klappað og klárt fyrir áramót,“ segir hún. „Þetta er verkefni sem fór hægt af stað en hefur tekið við sér og ferlið er þannig að gert er ráð fyrir að sjálfstæð vottunarstofa veiti vottunina. Þeim hefur fjölgað og það hraðar á ferlinu,“ segir Katrín. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti stöðu jafnlaunavottunar á ríkisstjórnarfundi í vikunni. Á fundinum kom fram að kallað hefði verið eftir upplýsingum um stöðu jafnlaunavottunar hjá ríkisstofnunum frá öllum ráðuneytum og höfðu upplýsingar borist frá 122 sem öðlast eiga vottun fyrir áramót. Alls hafa 35 opinberir aðilar af þessum 122 fengið jafnlaunavottun, 43 stefna á að öðlast hana fyrir áramót og 42 eru í innleiðingarferli sem ekki er gert ráð fyrir að klárist fyrir áramót. Tvær stofnanir hafa ekki hafið innleiðingarferli, Lánasjóður íslenskra námsmanna og Samkeppniseftirlitið. Öllum opinberum stofnunum, sjóðum og fyrirtækjum sem eru að hálfu eða að meirihluta rekin af ríkinu og þar sem starfa 25 starfsmenn eða fleiri ber samkvæmt lögum að hafa öðlast jafnlaunavottun fyrir 31. desember 2019. Sömu lög gilda um öll fyrirtæki þar sem starfa fleiri en 250 manns. Heimilt er að beita dagsektum verði skilyrði laganna ekki uppfyllt. Katrín Jakobsdóttir telur ólíklegt að það takist að klára innleiðingarferli þeirra 85 aðila sem samkvæmt lögum skuli öðlast vottun fyrir áramót en hafa enn ekki gert það. „Ég er bjartsýn á að þetta verði allavega komið af stað hjá þeim sem heyra undir lögin en ég á ekki von á því að það verði klappað og klárt fyrir áramót,“ segir hún. „Þetta er verkefni sem fór hægt af stað en hefur tekið við sér og ferlið er þannig að gert er ráð fyrir að sjálfstæð vottunarstofa veiti vottunina. Þeim hefur fjölgað og það hraðar á ferlinu,“ segir Katrín.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Sjá meira