Fótbolti

Bayern lenti í vandræðum með Heidenheim

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bæjarar fagna marki Lewandowski.
Bæjarar fagna marki Lewandowski. vísir/getty
Bayern Munchen er komið í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar eftir 5-4 sigur á B-deildarliðinu Heidenheim er liðin mættust á Allianz Arena í kvöld.

Það byrjaði vel fyrir Bæjara því Leon Goretzka kom þeim yfir á tólftu mínútu en þremur mínútum síðar dró til tíðinda er Niklas Sule fékk beint rautt spjald.

Bayern því einum færri í 75 mínútur og það nýttu gestirnir sér. Robert Glatzel jafnaði metin á 26. mínútu og á 39. mínútu var það Marc Schnatterer sem kom þeim í 2-1 fyrir hálfleik.

Það voru komnar átta mínútur á klukkuna í síðari hálfleik er Bayern hafði jafnað metin. Það gerði Thomas Muller og tveimur mínútum síðar kom Robert Lewandowski Bayern.

Fjórða mark Bayern gerði Serge Gnabry á 65. mínútu og flestir héldu að Bayern væri því komnir auðveldega áfram.

Það var svo sannarlega ekki. Robert Glatzel minnkaði muninn á 74. mínútu og þremur mínútum síðar jafnaði hann metin.

Bæjarar voru því heppnir því þeir fengu vítaspyrnu sex mínútum fyrir leikslok þar sem Lewandowski skoraði sigurmarkið. Ljónheppnir.

Bayern er því komið í undanúrslitin ásamt HSV og Leipzig. Í kvöld skýrist það svo hvort að síðasta liðið verði Schalke eða Werder Bremen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×