Enski boltinn

Pochettino tileinkaði sigurinn hinum umdeilda Levy

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pochettino með Dananum Eriksen í kvöld.
Pochettino með Dananum Eriksen í kvöld. vísir/getty
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, var afar hreykinn af liði Tottenham og nýjasta leikvangi liðsins en þeir spiluðu í kvöld fyrsta leikinn sinn á leikvanginum er þeir unnu 2-0 sigur á Crystal Palace.

„Þetta er sérstakt augnablik, sérstakt kvöld. Mér líður þannig og ég trúi því að þetta sé besti leikvangur í heiminum,“ sagði afar glaður Pochettino í leikslok. Greinilega feginn að vera kominn á „heimavöll“ á nýjan leik.

„Við vissum að leikurinn yrði erfiður. Þú veist ekki hvernig við myndum bregðast við en eins og við spiluðum í fyrri hálfleik þá vorum við alltaf að fara skora.“

Pochettino sagði að þessi sigur væri fyrir einn mann, stjórnarformanninn Daniel Levy. Hann hefur verið afar mikið gagnrýndur fyrir kaupstefnu Tottenham en Pochettino er ánægður með yfirmann sinn.

„Ég er ánægður fyrir hönd Daniel Levy útaf þessu frábæra verkefni og ég tileinka honum þennan sigur. Tilfinningin frá upphafi var stórkostleg.“

„Það var mikilvægt fyrir okkur að vinna leikinn. Núna er byrjunin á nýjum kafla. Við lokum öðrum kafla og opnum annan þar sem við komum með sigra til okkar stuðningsmanna,“ sagði Pochettino.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×