Forsetinn og fyrirliðinn á leiðinni til Kölnar Tómas Þór Þórðaron í Köln skrifar 18. janúar 2019 18:43 Arnór Þór Gunnarsson verður með bróður sinn í stúkunni á sunnudaginn. vísir/tom Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta hefja leik í milliriðlum HM 2019 annað kvöld þegar að þeir mæta heimamönnum í þýska liðinu klukkan 19.30 í Lanxess-höllinni í Köln. Strákarnir æfðu í kvöld og voru léttir í lund.Eins og kom fram fyrr í dag gekk HSÍ ekkert að fá auka miða fyrir áhugasama íslenska stuðningsmenn en mikil ásókn var í miða á leikina í milliriðlinum eftir að strákarnir unnu Makedóníu og tryggðu sér farseðilinn til Kölnar. HSÍ náði aðeins að bjarga miðum fyrir fjölskyldur leikmanna og þær ætla að mæta en sjálfur landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson ætlar að koma til Kölnar og sjá bróður sinn Arnór Þór Gunnarsson spila. Aron spilar með Cardiff á móti Newcastle á morgun en stekkur síðan upp í flugvél og verður mættur á leikinn gegn Frakklandi á sunnudagskvöldið. Arnór hefur verið einn besti leikmaður íslenska liðsins á mótinu en hann er þess markahæstur og ásamt tveimur öðrum efstur í einkunnagjöf Vísis. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er líka á leiðinni til Kölnar en hann verður í höllinni á morgun þegar að strákarnir etja kappi við þýska liðið. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, og Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri sambandsins, gátu ekki annað en brosað þegar að starfsmaður mótshaldara hér spurði þá hvort Guðni væri með sína eigin öryggisgæslu enda ferðast Guðni flest allt án of mikillar fyrirhafnar eins og aðrir forseta lýðveldisins.Róbert Geir Gíslason hefur þá ábyrgð að redda fjölskyldumeðlimum miðum.vísir/tom HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Utan vallar: Krakkar og karlmenni halda til Kölnar Íslenska landsliðið í handbolta fær að sýna sig á stærsta sviðinu á móti sjálfum gestgjöfunum annað kvöld. 18. janúar 2019 13:30 Arnór efstur á palli með tveimur stórstjörnum PSG-liðsins Aðeins einn leikmaður á heimsmeistaramótinu í handbolta skoraði fleiri mörk en Arnór Þór Gunnarsson í riðlakeppni HM 2019. 18. janúar 2019 16:30 Markvörður Spánar meiddur eftir að auglýsingaskilti féllu á hann í Köln Rodrigo Corales, markvörður spænska landsliðsins, spilar tæplega á morgun. 18. janúar 2019 17:19 Gríðarlegur áhugi á þýska liðinu fyrir leikinn á móti Íslandi Keppnishöllin í Köln fylltist af blaðamönnum á æfingu þýska liðsins. 18. janúar 2019 17:45 Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta hefja leik í milliriðlum HM 2019 annað kvöld þegar að þeir mæta heimamönnum í þýska liðinu klukkan 19.30 í Lanxess-höllinni í Köln. Strákarnir æfðu í kvöld og voru léttir í lund.Eins og kom fram fyrr í dag gekk HSÍ ekkert að fá auka miða fyrir áhugasama íslenska stuðningsmenn en mikil ásókn var í miða á leikina í milliriðlinum eftir að strákarnir unnu Makedóníu og tryggðu sér farseðilinn til Kölnar. HSÍ náði aðeins að bjarga miðum fyrir fjölskyldur leikmanna og þær ætla að mæta en sjálfur landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson ætlar að koma til Kölnar og sjá bróður sinn Arnór Þór Gunnarsson spila. Aron spilar með Cardiff á móti Newcastle á morgun en stekkur síðan upp í flugvél og verður mættur á leikinn gegn Frakklandi á sunnudagskvöldið. Arnór hefur verið einn besti leikmaður íslenska liðsins á mótinu en hann er þess markahæstur og ásamt tveimur öðrum efstur í einkunnagjöf Vísis. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er líka á leiðinni til Kölnar en hann verður í höllinni á morgun þegar að strákarnir etja kappi við þýska liðið. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, og Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri sambandsins, gátu ekki annað en brosað þegar að starfsmaður mótshaldara hér spurði þá hvort Guðni væri með sína eigin öryggisgæslu enda ferðast Guðni flest allt án of mikillar fyrirhafnar eins og aðrir forseta lýðveldisins.Róbert Geir Gíslason hefur þá ábyrgð að redda fjölskyldumeðlimum miðum.vísir/tom
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Utan vallar: Krakkar og karlmenni halda til Kölnar Íslenska landsliðið í handbolta fær að sýna sig á stærsta sviðinu á móti sjálfum gestgjöfunum annað kvöld. 18. janúar 2019 13:30 Arnór efstur á palli með tveimur stórstjörnum PSG-liðsins Aðeins einn leikmaður á heimsmeistaramótinu í handbolta skoraði fleiri mörk en Arnór Þór Gunnarsson í riðlakeppni HM 2019. 18. janúar 2019 16:30 Markvörður Spánar meiddur eftir að auglýsingaskilti féllu á hann í Köln Rodrigo Corales, markvörður spænska landsliðsins, spilar tæplega á morgun. 18. janúar 2019 17:19 Gríðarlegur áhugi á þýska liðinu fyrir leikinn á móti Íslandi Keppnishöllin í Köln fylltist af blaðamönnum á æfingu þýska liðsins. 18. janúar 2019 17:45 Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Utan vallar: Krakkar og karlmenni halda til Kölnar Íslenska landsliðið í handbolta fær að sýna sig á stærsta sviðinu á móti sjálfum gestgjöfunum annað kvöld. 18. janúar 2019 13:30
Arnór efstur á palli með tveimur stórstjörnum PSG-liðsins Aðeins einn leikmaður á heimsmeistaramótinu í handbolta skoraði fleiri mörk en Arnór Þór Gunnarsson í riðlakeppni HM 2019. 18. janúar 2019 16:30
Markvörður Spánar meiddur eftir að auglýsingaskilti féllu á hann í Köln Rodrigo Corales, markvörður spænska landsliðsins, spilar tæplega á morgun. 18. janúar 2019 17:19
Gríðarlegur áhugi á þýska liðinu fyrir leikinn á móti Íslandi Keppnishöllin í Köln fylltist af blaðamönnum á æfingu þýska liðsins. 18. janúar 2019 17:45