Christian Coleman fékk hins vegar frábærar fréttir í gær þegar málið gegn honum var felt niður og því fær hann tækifæri til að vinna heimsmeistaragull í Doha í lok mánaðarins.
Christian Coleman er fljótasti maður heims í ár en hann hefur hlaupið hundrað metrana á 9,81 sekúndu á þessu ári.
Christian Coleman free to race for world gold after missed tests charge dropped | @seaninglehttps://t.co/1PrpoxGq8y
— Guardian sport (@guardian_sport) September 2, 2019
Christian Coleman átti í hættu að vera dæmdur í tveggja ára bann eftir að Usada sakaði hann um að gefa upp ekki rétta staðsetningu og missa fyrir vikið af lyfjaprófum.
Allir íþróttamenn verða að sjá til þess að lyfjaeftirlitið viti hvar þeir æfi og gisti svo hægt sé að lyfjaprófa þá hvenær sem er.
Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, Usada, hætti við málshöfðun gegn Christian Coleman eftir að hafa fengið tilmæli um það frá Alþjóðalyfjaeftirlitinu.
Christian Coleman hafði misst af þremur lyfjaprófum á tólf mánuðum en virðist hafa sloppið á svokölluðu tækniatriði vegna óvissu um dagsetningar.
Christian Coleman hefur engu að síður varið í tuttugu lyfjapróf á árunum 2018 til 2019 og hann hefur haldið fram sakleysi sínu. „Ég er ekki maður sem tek nein fæðubótaefni yfir höfðuð og ég hef því aldrei áhyggjur af lyfjaprófum,“ sagði Christian Coleman.