Francis Ngannou rotaði Junior dos Santos eftir 71 sekúndu Pétur Marinó Jónsson skrifar 30. júní 2019 04:34 Vísir/Getty Það var nóg um að vera á UFC bardagakvöldinu í Minnesota í nótt. Risarnir Francis Ngannou og Junior dos Santos mættust í aðalbardaga kvöldsins en bardaginn stóð ekki lengi yfir. Það var mikið undir fyrir báða bardagamenn í nótt enda báðir á góðri sigurgöngu fyrir bardagann. Vitað var að sigurvegarinn yrði í góðri stöðu til að fá titilbardaga í þungavigtinni. Bardaginn olli ekki vonbrigðum en eftir aðeins 71 sekúndu var Ngannou búinn að klára Junior dos Santos. Sá brasilíski steig fram með villta yfirhandar hægri en Ngannou refsaði honum með góðri gagnárás. Dos Santos féll í gólfið og kláraði Ngannou hann með höggum í gólfinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Þetta var þriðji sigur Ngannou í röð en alla bardagana hefur hann klárað með rothöggi á samanlagt tveimur mínútum og 22 sekúndum. Ngannou óskaði eftir titilbardaga og fær hann væntanlega ósk sína uppfyllta. Þungavigtarmeistarinn Daniel Cormier mætir Stipe Miocic í ágúst en Ngannou fær líklegast sigurvegarann úr þeirri viðureign. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Sleggjur munu fljúga Það verður sannkallaður risaslagur í nótt þegar UFC heimsækir Minnesota. Þeir Francis Ngannou og Junior dos Santos mætast í aðalbardaga kvöldsins í alvöru þungavigtarbardaga. 29. júní 2019 13:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Sjá meira
Það var nóg um að vera á UFC bardagakvöldinu í Minnesota í nótt. Risarnir Francis Ngannou og Junior dos Santos mættust í aðalbardaga kvöldsins en bardaginn stóð ekki lengi yfir. Það var mikið undir fyrir báða bardagamenn í nótt enda báðir á góðri sigurgöngu fyrir bardagann. Vitað var að sigurvegarinn yrði í góðri stöðu til að fá titilbardaga í þungavigtinni. Bardaginn olli ekki vonbrigðum en eftir aðeins 71 sekúndu var Ngannou búinn að klára Junior dos Santos. Sá brasilíski steig fram með villta yfirhandar hægri en Ngannou refsaði honum með góðri gagnárás. Dos Santos féll í gólfið og kláraði Ngannou hann með höggum í gólfinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Þetta var þriðji sigur Ngannou í röð en alla bardagana hefur hann klárað með rothöggi á samanlagt tveimur mínútum og 22 sekúndum. Ngannou óskaði eftir titilbardaga og fær hann væntanlega ósk sína uppfyllta. Þungavigtarmeistarinn Daniel Cormier mætir Stipe Miocic í ágúst en Ngannou fær líklegast sigurvegarann úr þeirri viðureign. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Sleggjur munu fljúga Það verður sannkallaður risaslagur í nótt þegar UFC heimsækir Minnesota. Þeir Francis Ngannou og Junior dos Santos mætast í aðalbardaga kvöldsins í alvöru þungavigtarbardaga. 29. júní 2019 13:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Sjá meira
Sleggjur munu fljúga Það verður sannkallaður risaslagur í nótt þegar UFC heimsækir Minnesota. Þeir Francis Ngannou og Junior dos Santos mætast í aðalbardaga kvöldsins í alvöru þungavigtarbardaga. 29. júní 2019 13:00