Guðlaugi Þór hótað lífláti vegna þriðja orkupakkans Birgir Olgeirsson skrifar 30. ágúst 2019 13:15 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Fréttablaðið/Stefán Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra hefur verið hótað lífláti í tengslum við þriðja orkupakkann. Hefur verið gripið til öryggisráðstafana í utanríkisráðuneytinu í kjölfar þeirra. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Guðlaugur Þór segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að þessar hótanir séu nú komnar inn á borð Ríkislögreglustjóra.Í vor var birt frétt á vef Eyjunnar þess efnis að Guðlaugur Þór og eiginkona hans Ágústa Johnson hefðu mikla hagsmuni af innleiðingu þriðja orkupakkans. Var því haldið fram að þau gætu hagnast um milljarða gangi áform eftir um Búlandsvirkjun. Ástæðan væri sú að félag í eigu Ágústu eigi jörðina Hemrumörk í Skaftárhreppi.Guðlaugur Þór svaraði þessum fréttaflutningi í vor þar sem hann sagði fjarstæðukennt að bera þessar sakir upp á þau hjónin og væri til marks um málefnafátækt þeirra sem eru á móti þriðja orkupakkanum.Í gær birtist svo frétt á vef Fréttatímans þar sem því var velt upp hvort að þriðji orkupakkinn muni skila Guðlaugi Þór og Ágústu 625 milljónum króna í vasann vegna fyrrnefndra virkjanaáforma. Á vef Fréttablaðsins kemur fram að í umræðu um þessa frétt Fréttatímans á samfélagsmiðlum séu dæmi um að Guðlaugi hafi verið hótað lífláti. Guðlaugur Þór segir í skriflegu svari að hann sé ýmsu vanur en í þess tilfelli sé augljóst hver ásetningurinn er með „þessari svokölluðu fjölmiðlaumfjöllun“. „Hins vegar er okkur ráðlagt að taka líflátshótanir alvarlega. Þær hótanir sem mér hafa borist á samfélagsmiðlum vegna þessarar fréttar hafa þegar verið settar í farveg hjá Ríkislögreglustjóra.“ Alþingi Lögreglumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra hefur verið hótað lífláti í tengslum við þriðja orkupakkann. Hefur verið gripið til öryggisráðstafana í utanríkisráðuneytinu í kjölfar þeirra. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Guðlaugur Þór segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að þessar hótanir séu nú komnar inn á borð Ríkislögreglustjóra.Í vor var birt frétt á vef Eyjunnar þess efnis að Guðlaugur Þór og eiginkona hans Ágústa Johnson hefðu mikla hagsmuni af innleiðingu þriðja orkupakkans. Var því haldið fram að þau gætu hagnast um milljarða gangi áform eftir um Búlandsvirkjun. Ástæðan væri sú að félag í eigu Ágústu eigi jörðina Hemrumörk í Skaftárhreppi.Guðlaugur Þór svaraði þessum fréttaflutningi í vor þar sem hann sagði fjarstæðukennt að bera þessar sakir upp á þau hjónin og væri til marks um málefnafátækt þeirra sem eru á móti þriðja orkupakkanum.Í gær birtist svo frétt á vef Fréttatímans þar sem því var velt upp hvort að þriðji orkupakkinn muni skila Guðlaugi Þór og Ágústu 625 milljónum króna í vasann vegna fyrrnefndra virkjanaáforma. Á vef Fréttablaðsins kemur fram að í umræðu um þessa frétt Fréttatímans á samfélagsmiðlum séu dæmi um að Guðlaugi hafi verið hótað lífláti. Guðlaugur Þór segir í skriflegu svari að hann sé ýmsu vanur en í þess tilfelli sé augljóst hver ásetningurinn er með „þessari svokölluðu fjölmiðlaumfjöllun“. „Hins vegar er okkur ráðlagt að taka líflátshótanir alvarlega. Þær hótanir sem mér hafa borist á samfélagsmiðlum vegna þessarar fréttar hafa þegar verið settar í farveg hjá Ríkislögreglustjóra.“
Alþingi Lögreglumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira