Fótbolti

Rúnar Alex meiddist í upphitun er Dijon tryggði sér úrvalsdeildarsæti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það  mátti sjá tár í augum Rúnars er hann gekk af velli eftir upphitunina.
Það mátti sjá tár í augum Rúnars er hann gekk af velli eftir upphitunina. vísir/getty
Rúnar Alex Rúnarsson og félagar verða áfram í deild þeirra bestu í Frakklandi eftir 4-2 samanlagðan sigur á Lens í umspili um laust sæti í Frakklandi.

Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli og það var allt undir á heimavelli Dijon í kvöld þar sem Dijon reyndi að bjarga úrvalsdeildarsæti gegn B-deildarliði Lens.

Dijon komst yfir á 28. mínútu með marki Naim Sliti en Jean-Kevin Duverne jafnaði metin fyrir Lens ellefu mínútum síðar og allt orðið jafnt.

Wesley Said kom Dijon í 2-1 á 70. mínútu og í uppbótartímanum skoraði Naim Sliti sitt annað mark og þriðja mark Dijon en Rúnar Alex Rúnarsson var ekki í leikmannahópi Dijon vegna meiðsla sem hann hlaut í upphitun.

Framundan eru landsliðsverkefni og verður forvitnilegt að sjá hvort að Rúnar Alexi verði búinn að ná sér fyrir leikina gegn Albaníu og Tyrklandi á Laugardalsvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×