Hélt að árásarmaðurinn væri góð manneskja Sylvía Hall skrifar 2. júní 2019 17:37 Vegfarendur staldra við fyrir utan þjónustumiðstöðina þar sem skotárásin fór fram. Vísir/Getty Árásarmaðurinn sem skaut tólf til bana á föstudag hafði unnið fyrir borgaryfirvöld um árabil. Maðurinn skaut fyrst mann í kyrrstæðum bíl fyrir utan bygginguna áður en hann hélt að byggingunni þar sem hann hóf skothríð þegar vinnudagurinn var að líða undir lok. CNN greinir frá. Maðurinn notaði 45-kalibera hálfsjálfvirka skammbyssu með hljóðdeyfi en hann hefur þá virkni að hvellurinn í byssunni verður ekki eins hávær og afskræmir hljóðið úr skotvopninu.Sjá einnig: Ódæðismaður með hljóðdeyfi martröðin sem byssuandstæðingar höfðu varað við Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Virginia var maðurinn ósáttur í vinnu en ekki er vitað hvað olli því að hann ákvað að myrða samstarfsfólk sitt á svo hrottafenginn hátt. Samstarfsfólk hans segist ekki getað hafa séð þetta fyrir. „Ég held að stóra spurningin sé hvers vegna? Við viljum vita það líka,“ sagði borgarstjórinn Bobby Dyer um málið. Joseph Scott var einn þeirra sem hafði unnið með árásarmanninum í nokkur ár og hafði hitt hann fyrr um morguninn. Þeir höfðu rekist á hvorn annan inni á baðherbergi þar sem árásarmaðurinn byrjaði alla morgna á því að bursta í sér tennurnar. „Ég hélt að hann væri góð manneskja,“ sagði Scott en árásarmaðurinn hafði boðið honum góðan dag áður en leiðir þeirra skildu. Þeir tólf sem létust í árásinni voru ýmist borgarstarfsmenn eða fólk í erindagjörðum í húsinu. Þá slösuðust fleiri í árásinni og eru þrír enn í lífshættu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tólf létu lífið í skotárásinni í Virginia Beach: Vettvangi árásarinnar „best lýst sem stríðsátökum“ Tólf létu lífið í árásinni. 1. júní 2019 07:48 Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í ár Alls hafa 5.822 manns látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum það sem af er árinu 2019 en skotárásin í Virgina Beach í gær var sú 150. í ár. 1. júní 2019 23:45 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Árásarmaðurinn sem skaut tólf til bana á föstudag hafði unnið fyrir borgaryfirvöld um árabil. Maðurinn skaut fyrst mann í kyrrstæðum bíl fyrir utan bygginguna áður en hann hélt að byggingunni þar sem hann hóf skothríð þegar vinnudagurinn var að líða undir lok. CNN greinir frá. Maðurinn notaði 45-kalibera hálfsjálfvirka skammbyssu með hljóðdeyfi en hann hefur þá virkni að hvellurinn í byssunni verður ekki eins hávær og afskræmir hljóðið úr skotvopninu.Sjá einnig: Ódæðismaður með hljóðdeyfi martröðin sem byssuandstæðingar höfðu varað við Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Virginia var maðurinn ósáttur í vinnu en ekki er vitað hvað olli því að hann ákvað að myrða samstarfsfólk sitt á svo hrottafenginn hátt. Samstarfsfólk hans segist ekki getað hafa séð þetta fyrir. „Ég held að stóra spurningin sé hvers vegna? Við viljum vita það líka,“ sagði borgarstjórinn Bobby Dyer um málið. Joseph Scott var einn þeirra sem hafði unnið með árásarmanninum í nokkur ár og hafði hitt hann fyrr um morguninn. Þeir höfðu rekist á hvorn annan inni á baðherbergi þar sem árásarmaðurinn byrjaði alla morgna á því að bursta í sér tennurnar. „Ég hélt að hann væri góð manneskja,“ sagði Scott en árásarmaðurinn hafði boðið honum góðan dag áður en leiðir þeirra skildu. Þeir tólf sem létust í árásinni voru ýmist borgarstarfsmenn eða fólk í erindagjörðum í húsinu. Þá slösuðust fleiri í árásinni og eru þrír enn í lífshættu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tólf létu lífið í skotárásinni í Virginia Beach: Vettvangi árásarinnar „best lýst sem stríðsátökum“ Tólf létu lífið í árásinni. 1. júní 2019 07:48 Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í ár Alls hafa 5.822 manns látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum það sem af er árinu 2019 en skotárásin í Virgina Beach í gær var sú 150. í ár. 1. júní 2019 23:45 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Tólf létu lífið í skotárásinni í Virginia Beach: Vettvangi árásarinnar „best lýst sem stríðsátökum“ Tólf létu lífið í árásinni. 1. júní 2019 07:48
Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í ár Alls hafa 5.822 manns látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum það sem af er árinu 2019 en skotárásin í Virgina Beach í gær var sú 150. í ár. 1. júní 2019 23:45