Þróun verðlags á Íslandi Erna Bjarnardóttir skrifar 8. febrúar 2019 11:00 ASÍ birti nýverið niðurstöður samanburðar á verði 18 vörutegunda í höfuðborgum Norðurlandanna fimm.Af 18 vörum voru 11 úr flokki kjöt og mjólkurvara eða 61%. Hlutur kjöts mjólkurvara og eggja í útgjöldum heimila er hins vegar um 40%. Samkvæmt vísitölu neysluverðs hefur verð á matvörum hækkað um 72,6% frá janúar 2008 eða sl. 11 ár. Á sama tíma hefur verð á kjöti hækkað um 40,5%, minnst á svínakjöti um 18,3%. Verð á mjólk ostum og eggjum hefur hins vegar hækkað um 85,5%. Verð á brauði og kornvörum sem eru að uppstöðu innflutt matvæli, hefur hækkað um 86%, olíum og feitmeti um 135,6%, grænmeti og kartöflum um 63,4%, sykur súkkulaði og sælgæti um 56,1% og drykkjarvörur um 61,5%. Rétt er að nefna að vörugjald á sykur var afnumið 1. janúar 2015 auk þess sem breytingar hafa orðið á tímabilinu á virðisaukaskatti. Í alþjóðlegum verðsamanburði hefur verðlag á Íslandi þróast mjög í takt við þróun gengis krónunnar. Þegar krónan hefur verið sterk eins og á árunum fyrir hrun hefur Ísland trónað á toppnum í verðsamanburði Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins. Þannig var hlutfallslegt verð á matvörum 164 fyrir Ísland árið 2006 (það er 64% hærra en meðaltalið), þegar meðaltal ESB landanna 28 var = 100. Þremur árum var hlutfallslegt verðlag á Íslandi 104 árið 2009 og lægst á Norðurlöndunum. Árið 2012 var Ísland lægst Norðurlandanna, hlutfallslegt verðlag 117. Síðan hefur hlutfallslegt verðlag á Íslandi farið hækkandi og var árið 2018 57% hærra en að meðaltali innan ESB. Verðlag á matvöru mældist þó hærra í Noregi eða 64% hærra en að meðaltali. Það hefði verið forvitnilegt að sjá niðurstöður könnunar ASÍ þegar gengi krónunnar var sem veikast, til dæmis árin 2009 eða 2012, í stað þess að láta 12 ár líða á milli kannana. Mun nær lagi er að skoða hlutfall útgjalda neytenda til kaupa á nauðsynjavörum til að leggja mat á kaupmátt launa og lífskjör. Meðaltal ESB landa var 12,2% árið 2017 (samkvæmt Eurostat) en samkvæmt Hagstofu Íslands nam þetta hlutfall hér á landi 13,07% árið 2017 og í janúar 2018 var það komið niður í 12,19%. Verðlag tekur eðlilega alltaf mið af launum í viðkomandi landi. Samanburður milli landa og gjaldmiðla er vandmeðfarinn en þegar upp er staðið er það kaupmátturinn sem raunverulega skiptir máli. Umræðan um áhrif tolla á verðlag hér á landi er fremur villandi þegar rýnt er í tölur um Evrópskan verðsamanburð fyrir árið 2017. Þannig var hlutfallslegt verð hæst á Íslandi af öllum löndum sem Eurostat tók með í sínum samanburði árið 2017, á húsgögnum og gólfefnum (+31%), heimilistækjum (+59%) og raftækjum (+48%). Sömu sögu er að segja af fatnaði (+71%) og skóm (+81%) sama ár. Engir tollar eru lagðir á þessar vörur við innflutning. Vissulega nýtur landbúnaður tollverndar til að jafna stöðu innlendrar framleiðslu gagnvart innflutningi en yrði hún afnumin er engin trygging fyrir því að hún skili sér til neytenda ef taka má hliðsjón af öðrum innfluttum vörum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Neytendur Mest lesið Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
ASÍ birti nýverið niðurstöður samanburðar á verði 18 vörutegunda í höfuðborgum Norðurlandanna fimm.Af 18 vörum voru 11 úr flokki kjöt og mjólkurvara eða 61%. Hlutur kjöts mjólkurvara og eggja í útgjöldum heimila er hins vegar um 40%. Samkvæmt vísitölu neysluverðs hefur verð á matvörum hækkað um 72,6% frá janúar 2008 eða sl. 11 ár. Á sama tíma hefur verð á kjöti hækkað um 40,5%, minnst á svínakjöti um 18,3%. Verð á mjólk ostum og eggjum hefur hins vegar hækkað um 85,5%. Verð á brauði og kornvörum sem eru að uppstöðu innflutt matvæli, hefur hækkað um 86%, olíum og feitmeti um 135,6%, grænmeti og kartöflum um 63,4%, sykur súkkulaði og sælgæti um 56,1% og drykkjarvörur um 61,5%. Rétt er að nefna að vörugjald á sykur var afnumið 1. janúar 2015 auk þess sem breytingar hafa orðið á tímabilinu á virðisaukaskatti. Í alþjóðlegum verðsamanburði hefur verðlag á Íslandi þróast mjög í takt við þróun gengis krónunnar. Þegar krónan hefur verið sterk eins og á árunum fyrir hrun hefur Ísland trónað á toppnum í verðsamanburði Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins. Þannig var hlutfallslegt verð á matvörum 164 fyrir Ísland árið 2006 (það er 64% hærra en meðaltalið), þegar meðaltal ESB landanna 28 var = 100. Þremur árum var hlutfallslegt verðlag á Íslandi 104 árið 2009 og lægst á Norðurlöndunum. Árið 2012 var Ísland lægst Norðurlandanna, hlutfallslegt verðlag 117. Síðan hefur hlutfallslegt verðlag á Íslandi farið hækkandi og var árið 2018 57% hærra en að meðaltali innan ESB. Verðlag á matvöru mældist þó hærra í Noregi eða 64% hærra en að meðaltali. Það hefði verið forvitnilegt að sjá niðurstöður könnunar ASÍ þegar gengi krónunnar var sem veikast, til dæmis árin 2009 eða 2012, í stað þess að láta 12 ár líða á milli kannana. Mun nær lagi er að skoða hlutfall útgjalda neytenda til kaupa á nauðsynjavörum til að leggja mat á kaupmátt launa og lífskjör. Meðaltal ESB landa var 12,2% árið 2017 (samkvæmt Eurostat) en samkvæmt Hagstofu Íslands nam þetta hlutfall hér á landi 13,07% árið 2017 og í janúar 2018 var það komið niður í 12,19%. Verðlag tekur eðlilega alltaf mið af launum í viðkomandi landi. Samanburður milli landa og gjaldmiðla er vandmeðfarinn en þegar upp er staðið er það kaupmátturinn sem raunverulega skiptir máli. Umræðan um áhrif tolla á verðlag hér á landi er fremur villandi þegar rýnt er í tölur um Evrópskan verðsamanburð fyrir árið 2017. Þannig var hlutfallslegt verð hæst á Íslandi af öllum löndum sem Eurostat tók með í sínum samanburði árið 2017, á húsgögnum og gólfefnum (+31%), heimilistækjum (+59%) og raftækjum (+48%). Sömu sögu er að segja af fatnaði (+71%) og skóm (+81%) sama ár. Engir tollar eru lagðir á þessar vörur við innflutning. Vissulega nýtur landbúnaður tollverndar til að jafna stöðu innlendrar framleiðslu gagnvart innflutningi en yrði hún afnumin er engin trygging fyrir því að hún skili sér til neytenda ef taka má hliðsjón af öðrum innfluttum vörum.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar