Fótbolti

Vandræðaleg mistök hjá starfsmönnum LA Galaxy

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic var fljótur úr treyjunni eftir leikinn.
Zlatan Ibrahimovic var fljótur úr treyjunni eftir leikinn. Getty/Matthew Ashton
Sænski stjörnuframherjinn ZlatanIbrahimovic skoraði bæði mörk Los AngelesGalaxy í 2-0 sigri á TorontoFC í bandarísku deildinni í nótt.

Svíinn fékk hins vegar enga stjörnumeðferð frá starfsmönnum LA Galaxy á Þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna.

Starfsmenn LAGalaxy höfðu kannski byrjað Þjóðhátíðardaginn aðeins of snemma því þeir gerðu afar klaufaleg mistök við prentunina á LAGalaxy-treyju ZlatanIbrahimović.

Aftan á treyju Zlatans stóð ekki Ibrahimovic heldur „Irbahimovic“.



Hvort sem það var þessu að þakka eða einhverju öðru þá náði ZlatanIbrahimovicenda mánaðarbið eftir marki með því að skora þessu tvö mörk sín sem komu bæði undir lok leiksins.

ZlatanIbrahimovic montaði sig af því á dögunum að hafa einn unnið fleiri titla en allir aðrir leikmenn deildarinnar til samans. Það er því frekar vandræðalegt að starfsmenn hans eigins félags kunni ekki að stafa nafnið hans.

Venjan er að leikmenn fái þrjár treyjur fyrir hvern leik og sama vitleysan hefur væntanlega verið á þeim öllum því ZlatanIbrahimovic fór í treyju merkta „Irbahimovic“. Það má búast við því að einhver starfsmaður hafi fengið að heyra það eftir leikinn. Það má líka búast við því að treyjurnar seljist á góða upphæð á netinu. Þetta er nú Bandaríkin eftir allt saman.

ZlatanIbrahimovic hefur skorað 13 mörk í 15 leikjum í MLS-deildinni á þessu tímabili og það þrátt fyrir að hafa ekki skorað mark í mánuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×