Enski boltinn

„Mikilvægasta ráðningin síðan Sir Alex hætti“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ferguson er duglegur að sækja hina ýmsu viðburði.
Ferguson er duglegur að sækja hina ýmsu viðburði. vísir/Getty
Andy Cole, fyrrum sóknarmaður Manchester United, segir að Ole Gunnar Solskjær eigi það skilið að fá stjórastarfið á Old Trafford til frambúðar.

Solskjær hefur verið stjóri liðsins frá því í desember er hann tók við af Jose Mourinho. Hann hefur gert afar vel; stýrt þeim til sigurs í tíu leikjum af þrettán í Meistaradeildinni. Cole segir að hann eigi skilið starfið.

„Ég myndi gefa honum starfið. Þegar hann kom til félagsins sá ég afhverju þeir gáfu honum starfið en ég verð að vera algjörlega hreinskilinn; ég held að enginn gæti setið hér og sagt hversu vel hann hefur gert hlutina,“ sagði Cole.

„Þeir hafa tapað síðustu tveimur leikjum en hann hefur komið inn og hefur náð í úrslit. Hann er að reyna láta þá spila eins og Manchester United, sóknarþenkjandi fótbolta, skora mörk og bjóða upp á skemmtun.“

Solskjær er fjórði stjórinn sem stýrir United síðan að hinn einni sanni Sir Alex Ferguson hætti árið 2013. Þessi ráðning verður sú mikilvægasta segir Cole.

„Þetta er líklega mikilvægasta ráðningin síðan Sir Alex hætti. Þegar fólk er að tala um að Manchester United sé að berjast um að enda í topp fjórum sætunum, þá klóra ég mér í höfðinu.“

„Það er ekki eitthvað sem maður ætti að fagna. Þetta er Manchester United. Fyrir mig þá fagnaru því þegar þú vinnur deildina, kemst í úrslitaleikinn í Evrópukeppninni eða vinna bikarinn,“ sagði Cole.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×