Enski boltinn

Fjögur mörk er Leeds fór á toppinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bamford var á skotskónum í kvöld.
Bamford var á skotskónum í kvöld. vísir/getty
Leeds er aftur komið á toppinn í ensku B-deildinni eftir að hafa rúllað yfir WBA, 4-0, á heimavelli í kvöld.

Leeds hafði aðeins fatast flugið að undanförnu og ekki komið margir sigrar í síðustu leikjum. Það breyttist hins vegar í kvöld.

Það var ekki liðin ein mínúta er Pablo Hernandez kom Leeds yfir og framherjinn Patrick Bamford tvöfaldaði forystuna fyrir hlé.





Bamford var aftur á ferðinni á 63. mínútu og áður en yfir lauk bætti Ezgjan Alioski við fjórða marki Leeds í uppbótartíma. Lokatölur 4-0.

Leeds er því á toppnum með eins stigs forskot á Norwich sem leikur á morgun gegn Millwall á útivelli. WBA er í fjórða sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×