Meirihlutinn ber ábyrgð á slæmri fjárhagsstöðu grunnskólanna Valgerður Sigurðardóttir skrifar 18. september 2019 14:43 Nánast allir rekstarliðir skólastarfseminnar í Reykjavík fá of knappt fjármagn. Það er megin niðurstaða skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á úthlutun fjárhagsramma og rekstrar grunnskóla Reykjavíkur en skýrslan var rædd á borgarstjórnarfundi í gær. Þessi staða er auðvitað ekki boðleg enda lögbundin grunnþjónusta sem sveitarfélaginu ber skylda til að veita. Vissulega er það svo að háar fjár¬hæðir renna til mennta¬mála í Reykjavík. Þó segir orðrétt í skýrslunni: „Þrátt fyrir aukin framlög til faglegs starfs í grunnskólum á árunum 2017 og 2018 virðist svo sem það fjármagn sem grunnskólunum er ætlað sé tæpast nægjanlegt.“ Þar með fara þær tölfræðilegu fullyrðingar meirihlutans um að vel hafi verið bætt í fjármagni til skólana fyrir lítið. Því þó svo bætt hafi verið í þá dugar það ekki. Skólarnir ná ekki að reka sig réttu megin við núllið.Mjög plástrað og úrelt Mjög vel er farið yfir þá fjölmörgu liði sem eru fjársveltir, þeir eru meðal annars: -Úthlutun til sérkennslu og stuðnings, hann er minni en Skóla- og frístundasvið hefur reiknað út að hann þyrfti að vera. -Sama máli gegnir um aðstoð við börn sem eru af erlendu bergi brotin. -Úthlutunar módelið er orðið mjög „plástrað“ og raunar úrelt. -Fjárhagsramminn hefur ekki tekið nægjanlegum breytingum liðinn áratug til samræmis við hækkun á raunkostnaði og það felur í raun í sér skerðingu á fjárframlagi. -Almennur rekstur hefur ekki fylgt vísitölubreytingum að fullu frá árinu 2009 og fjárheimildir í þennan lið eru undir þörf. -Eftir hrunið fyrir tíu árum síðan hefur viðhald fasteignanna verið af skornum skammti með þeim afleiðingum að viðhaldsþörf hefur safnast upp í skólunum -Aðalorsök ófullnægjandi viðhalds virðist fyrst og fremst vera skortur á fjármagni. Fjármagninu er svo naumt skammtað að ómögulegt er að verða við öllum beiðnum um viðhald.Ekki boðlegt ástand Viðhaldi er ábótavant, sérkennsla og aðstoð við erlend börn hefur ekki fengið það fjármagn sem þarf, ekki hefur verið komið til móts við vísitöluhækkanir, veikindaforföll eru mikil og skortur er á fjármagni til skólana sem veldur því að þeir ná ekki að reka sig réttu megin við núllið. Það er því dapurlegt að í skýrslu innri endurskoðunar er lagt til er að skera frekar niður þá þjónustu sem verið er að veita Reykvískum börnum og loka og sameina skóla til að rétta við fjárhagshalla skóla- og frístundasviðs. Eigum við ekki fyrst að byrja á því að leiðrétta þann fjárhagshalla sem er á skóla- og frístundasviði áður en við förum í frekari niðurskurð á sviðinu. Verkefnið á að vera að setja pening í skólastarfið þannig að þeir nái að reka sig réttu megin við núllið. Reykjavíkurborg verður að gera betur, það er niðurstaða skýrslu innri endurskoðunar, þeir sem eru í meirihluta verða að gera betur. Það er meirihlutinn sem bera ábyrgð á slæmri fjárhagslegri stöðu grunnskóla Reykjavíkurborgar.Nýtum skýrsluna til þess að gera betur Eitt af megin markmiðum okkar á að vera að bæta stöðu kennara. Við eigum að efla starfsþróun kennara. Við eigum að hlusta á kennara sem segja að álagið sé allt of mikið á þá í starfi. Það er okkar skylda. Kennarastarfið er mikilvægasta starfið enda eru þeir að takast á við ótrúlega mörg krefjandi verkefni. Reykjavíkurborg á að skara fram úr í rekstri grunnskólanna. Þrátt fyrir þær flóknu aðstæður sem lýst er í skýrslu innri endurskoðunar þá er margt vel gert í sambandi við faglegt starf í skólunum okkar. Við eigum og verðum hins vegar að gera betur í snemmtækri íhlutun fyrir börn. Ef ætlunin er að spara peninga er það lykillinn að hlúa að frá grunni, byrja fyrr að bjóða upp á þjónustu fyrir börn en nú er gert. Með því má komast hjá miklum vanda síðar á lífsleiðinni hjá börnum. Grunnur að velsæld og samkeppnishæfni þjóða er lagður með góðri menntun. Við eigum að nýta okkur þessa skýrslu til þess að skara fram úr, nýta hana til þess að gera betur. Stöndum vörð um skólana okkar, þeir eru hjartað í hverfunum.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Nánast allir rekstarliðir skólastarfseminnar í Reykjavík fá of knappt fjármagn. Það er megin niðurstaða skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á úthlutun fjárhagsramma og rekstrar grunnskóla Reykjavíkur en skýrslan var rædd á borgarstjórnarfundi í gær. Þessi staða er auðvitað ekki boðleg enda lögbundin grunnþjónusta sem sveitarfélaginu ber skylda til að veita. Vissulega er það svo að háar fjár¬hæðir renna til mennta¬mála í Reykjavík. Þó segir orðrétt í skýrslunni: „Þrátt fyrir aukin framlög til faglegs starfs í grunnskólum á árunum 2017 og 2018 virðist svo sem það fjármagn sem grunnskólunum er ætlað sé tæpast nægjanlegt.“ Þar með fara þær tölfræðilegu fullyrðingar meirihlutans um að vel hafi verið bætt í fjármagni til skólana fyrir lítið. Því þó svo bætt hafi verið í þá dugar það ekki. Skólarnir ná ekki að reka sig réttu megin við núllið.Mjög plástrað og úrelt Mjög vel er farið yfir þá fjölmörgu liði sem eru fjársveltir, þeir eru meðal annars: -Úthlutun til sérkennslu og stuðnings, hann er minni en Skóla- og frístundasvið hefur reiknað út að hann þyrfti að vera. -Sama máli gegnir um aðstoð við börn sem eru af erlendu bergi brotin. -Úthlutunar módelið er orðið mjög „plástrað“ og raunar úrelt. -Fjárhagsramminn hefur ekki tekið nægjanlegum breytingum liðinn áratug til samræmis við hækkun á raunkostnaði og það felur í raun í sér skerðingu á fjárframlagi. -Almennur rekstur hefur ekki fylgt vísitölubreytingum að fullu frá árinu 2009 og fjárheimildir í þennan lið eru undir þörf. -Eftir hrunið fyrir tíu árum síðan hefur viðhald fasteignanna verið af skornum skammti með þeim afleiðingum að viðhaldsþörf hefur safnast upp í skólunum -Aðalorsök ófullnægjandi viðhalds virðist fyrst og fremst vera skortur á fjármagni. Fjármagninu er svo naumt skammtað að ómögulegt er að verða við öllum beiðnum um viðhald.Ekki boðlegt ástand Viðhaldi er ábótavant, sérkennsla og aðstoð við erlend börn hefur ekki fengið það fjármagn sem þarf, ekki hefur verið komið til móts við vísitöluhækkanir, veikindaforföll eru mikil og skortur er á fjármagni til skólana sem veldur því að þeir ná ekki að reka sig réttu megin við núllið. Það er því dapurlegt að í skýrslu innri endurskoðunar er lagt til er að skera frekar niður þá þjónustu sem verið er að veita Reykvískum börnum og loka og sameina skóla til að rétta við fjárhagshalla skóla- og frístundasviðs. Eigum við ekki fyrst að byrja á því að leiðrétta þann fjárhagshalla sem er á skóla- og frístundasviði áður en við förum í frekari niðurskurð á sviðinu. Verkefnið á að vera að setja pening í skólastarfið þannig að þeir nái að reka sig réttu megin við núllið. Reykjavíkurborg verður að gera betur, það er niðurstaða skýrslu innri endurskoðunar, þeir sem eru í meirihluta verða að gera betur. Það er meirihlutinn sem bera ábyrgð á slæmri fjárhagslegri stöðu grunnskóla Reykjavíkurborgar.Nýtum skýrsluna til þess að gera betur Eitt af megin markmiðum okkar á að vera að bæta stöðu kennara. Við eigum að efla starfsþróun kennara. Við eigum að hlusta á kennara sem segja að álagið sé allt of mikið á þá í starfi. Það er okkar skylda. Kennarastarfið er mikilvægasta starfið enda eru þeir að takast á við ótrúlega mörg krefjandi verkefni. Reykjavíkurborg á að skara fram úr í rekstri grunnskólanna. Þrátt fyrir þær flóknu aðstæður sem lýst er í skýrslu innri endurskoðunar þá er margt vel gert í sambandi við faglegt starf í skólunum okkar. Við eigum og verðum hins vegar að gera betur í snemmtækri íhlutun fyrir börn. Ef ætlunin er að spara peninga er það lykillinn að hlúa að frá grunni, byrja fyrr að bjóða upp á þjónustu fyrir börn en nú er gert. Með því má komast hjá miklum vanda síðar á lífsleiðinni hjá börnum. Grunnur að velsæld og samkeppnishæfni þjóða er lagður með góðri menntun. Við eigum að nýta okkur þessa skýrslu til þess að skara fram úr, nýta hana til þess að gera betur. Stöndum vörð um skólana okkar, þeir eru hjartað í hverfunum.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar