Lampard vissi ekki hvað leikmennirnir sínir voru að ræða fyrir vítið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2019 11:00 Ross Barkley gat ekki leynt vonbrigðum sínum í leikslok. Getty/Richard Heathcote Chelsea byrjaði Meistaradeildina illa í gærkvöldi eða með tapi fyrir spænska félaginu Valencia á heimavelli. Chelsea fékk hins vegar kjörið tækifæri til að fá eitthvað út úr leiknum. Chelsea liðið fékk nefnilega vítaspyrnu í seinni hálfleiknum en klúðruðu henni. Ross Barkley skaut í slánna og yfir. Það var aftur á móti eitthvað í gangi fyrir vítið og það leit hreinlega út fyrir það að Ross Barkley væri að frekjast til að taka vítaspyrnuna.Ross Barkley insisted on taking Chelsea's penalty instead of Jorginho and Willian. His miss saw #CFC's Champions League return end in disappointment.https://t.co/cOB0Jrq1zPpic.twitter.com/kSJsgVfyhl — BBC Sport (@BBCSport) September 18, 2019 Í fyrstu leit út fyrir að Jorginho væri að fara að taka vítið en hann hefur skorað úr nokkrum vítaspyrnum fyrir Chelsea þar á meðal í Ofurbikar UEFA á móti Liverpool. Barkley gaf sig ekki og hrifsaði til sín boltann eftir að nokkrir leikmenn Chelsea reyndu að tala hann til. Þar á meðal var fyrirliðinn Cesar Azpilicueta og Willian sem hefur líka tekið víti fyrir Chelsea liðið. Frank Lampard, knattsprynustjóri Chelsea, eyddi öllum vafa eftir leikinn um hver hafi átt að taka vítaspyrnuna. „Ross er vítaskyttan okkar. Hann skoraði úr nokkrum vítaspyrnum á undirbúningstímabilinu og hann var vítaskyttan í dag þegar hann kom inn á völlinn,“ sagði Frank Lampard en Ross Barkley var varamaður í leiknum.Jorginho Willian Barkley Who should be Chelsea's penalty taker? More: https://t.co/z7c7s8vhDipic.twitter.com/E305WeykwZ — Sky Sports News (@SkySportsNews) September 18, 2019„Ég veit ekki um hvað þeir voru að tala. Jorginho og Willian voru vítaskytturnar á vellinum þar til að Ross kom inn á völlinn. Þá var hann orðinn vítaskyttan,“ sagði Lampard. „Við áttum skilið að vinna þennan leik eða í það minnsta að ná jafntefli. Við sköpuðum nógu mikið af færum, við fengum þessa vítaspyrnu og þeir skoruðu markið sitt með sínu eina skoti á markið,“ sagði Lampard. „Þetta er erfið kennslustund fyrir mitt lið en svona er Meistaradeildin. Við áttum samt að fá meira út úr þessum leik í kvöld,“ sagði Lampard. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Chelsea byrjaði Meistaradeildina illa í gærkvöldi eða með tapi fyrir spænska félaginu Valencia á heimavelli. Chelsea fékk hins vegar kjörið tækifæri til að fá eitthvað út úr leiknum. Chelsea liðið fékk nefnilega vítaspyrnu í seinni hálfleiknum en klúðruðu henni. Ross Barkley skaut í slánna og yfir. Það var aftur á móti eitthvað í gangi fyrir vítið og það leit hreinlega út fyrir það að Ross Barkley væri að frekjast til að taka vítaspyrnuna.Ross Barkley insisted on taking Chelsea's penalty instead of Jorginho and Willian. His miss saw #CFC's Champions League return end in disappointment.https://t.co/cOB0Jrq1zPpic.twitter.com/kSJsgVfyhl — BBC Sport (@BBCSport) September 18, 2019 Í fyrstu leit út fyrir að Jorginho væri að fara að taka vítið en hann hefur skorað úr nokkrum vítaspyrnum fyrir Chelsea þar á meðal í Ofurbikar UEFA á móti Liverpool. Barkley gaf sig ekki og hrifsaði til sín boltann eftir að nokkrir leikmenn Chelsea reyndu að tala hann til. Þar á meðal var fyrirliðinn Cesar Azpilicueta og Willian sem hefur líka tekið víti fyrir Chelsea liðið. Frank Lampard, knattsprynustjóri Chelsea, eyddi öllum vafa eftir leikinn um hver hafi átt að taka vítaspyrnuna. „Ross er vítaskyttan okkar. Hann skoraði úr nokkrum vítaspyrnum á undirbúningstímabilinu og hann var vítaskyttan í dag þegar hann kom inn á völlinn,“ sagði Frank Lampard en Ross Barkley var varamaður í leiknum.Jorginho Willian Barkley Who should be Chelsea's penalty taker? More: https://t.co/z7c7s8vhDipic.twitter.com/E305WeykwZ — Sky Sports News (@SkySportsNews) September 18, 2019„Ég veit ekki um hvað þeir voru að tala. Jorginho og Willian voru vítaskytturnar á vellinum þar til að Ross kom inn á völlinn. Þá var hann orðinn vítaskyttan,“ sagði Lampard. „Við áttum skilið að vinna þennan leik eða í það minnsta að ná jafntefli. Við sköpuðum nógu mikið af færum, við fengum þessa vítaspyrnu og þeir skoruðu markið sitt með sínu eina skoti á markið,“ sagði Lampard. „Þetta er erfið kennslustund fyrir mitt lið en svona er Meistaradeildin. Við áttum samt að fá meira út úr þessum leik í kvöld,“ sagði Lampard.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira