Hlemmur verði eftirsóttur bíllaus staður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2019 08:53 Úr tillögu Mandaworks út en hún er önnur þeirra sem notuð var til þróunarvinnu við gerð deiliskipulagsins. Mynd/Mandaworks Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Hlemmsvæðið. Svæðið mun taka stakkaskiptum á næstu árum verði framkvæmdir að veruleika. Borgarráð þarf að staðfesta deiliskipulagstillöguna til auglýsingar. Í desember árið 2018 var efnt til svokallaðar hugmyndaleitar þar sem leitað var eftir hugmyndum um framtíðarútlit svæðisins. Alls bárust þrjár tillögur um framtíð svæðisins frá Arkitekastofunum Landslagi, DLD land design og Mandaworks.Á vef Reyjavíkurborgar segir að tillögur arkitektastofanna Mandaworks og DLD hafi verið valdar til áframhaldandi þróunarvinnu við Hlemm fyrir endurhönnun svæðisins og gerð nýs deiliskipulags. „Meginmarkmið breytinganna er að skapa gott vistvænt umhverfi á Hlemmi fyrir gangandi vegfarendur, stað sem mun gegna mikilvægu hlutverki fyrir mannlíf og samgöngur á höfuðborgarsvæðinu,“ segir á vef Reykjavíkurborgar.Svona lítur tillaga Mandaworks út en hún er önnur þeirra sem notuð var til þróunarvinnu við gerð deiliskipulagsins.Mynd/MandaworksHlemmur eigi að vera kjörstaður fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, eftirsóttur bíllaus staður. Þannig verði akandi umferð beint frá svæðinu, nýr hjólastígur verði lagður meðfram svæðinu og tengir Hverfisgötu og Laugaveg upp að Bríetartúni. Þá verður Hlemmtorg rammað inn af smærri byggingum sem afmarki nýtt almenningsrými í austurhluta miðborgarinnar. Umbreyting norðurhluta Hlemmtorgs felist meðal annars í meiri gróðri en þar er nú og setbekkjum. Þess má geta að tillaga Mandaworks gerði ráð fyrir borðtennisbar og tillaga DLD gerði ráð fyrir gróðurhúsum á svæðinu.Skoða má deiliskipulagstillöguna nánar hér. Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Strætó Tengdar fréttir Leita að hugmyndum um framtíðarútlit Hlemmtorgs Reykjavíkurborg hefur boðið þremur arkitektastofum: Landslagi, DLD land design, og Mandaworks frá Svíþjóð að leggja fram hugmyndir að nýju skipulagi á Hlemmtorgi. 6. desember 2017 14:20 Tvær stofur fá að móta framtíð Hlemmsvæðisins Reykjavíkurborg hefur valið stofurnar Mandaworks og DLD til að þróa í sameiningu Hlemmsvæðið 8. maí 2018 13:50 Stærri Mathöll, gróðurhús og borðtennisbar á meðal hugmynda fyrir nýtt Hlemmtorg Reykjavíkurborg hefur til skoðunar þrjár tillögur um nýtt skipulag á Hlemmtorgi. 21. mars 2018 11:00 Gera ráð fyrir að bílaumferð víki fyrir gangandi vegfarendum við Hlemm Bílaumferð víkur fyrir gangandi vegfarendum í tillögum að nýju heildarútliti svæðisins við Hlemm. Samgöngustjóri Reykjavíkur vonar að framkvæmdir geti hafist næsta sumar, en nýtt deiliskipulag fer í vinnslu í haust. 20. ágúst 2018 20:59 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Sjá meira
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Hlemmsvæðið. Svæðið mun taka stakkaskiptum á næstu árum verði framkvæmdir að veruleika. Borgarráð þarf að staðfesta deiliskipulagstillöguna til auglýsingar. Í desember árið 2018 var efnt til svokallaðar hugmyndaleitar þar sem leitað var eftir hugmyndum um framtíðarútlit svæðisins. Alls bárust þrjár tillögur um framtíð svæðisins frá Arkitekastofunum Landslagi, DLD land design og Mandaworks.Á vef Reyjavíkurborgar segir að tillögur arkitektastofanna Mandaworks og DLD hafi verið valdar til áframhaldandi þróunarvinnu við Hlemm fyrir endurhönnun svæðisins og gerð nýs deiliskipulags. „Meginmarkmið breytinganna er að skapa gott vistvænt umhverfi á Hlemmi fyrir gangandi vegfarendur, stað sem mun gegna mikilvægu hlutverki fyrir mannlíf og samgöngur á höfuðborgarsvæðinu,“ segir á vef Reykjavíkurborgar.Svona lítur tillaga Mandaworks út en hún er önnur þeirra sem notuð var til þróunarvinnu við gerð deiliskipulagsins.Mynd/MandaworksHlemmur eigi að vera kjörstaður fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, eftirsóttur bíllaus staður. Þannig verði akandi umferð beint frá svæðinu, nýr hjólastígur verði lagður meðfram svæðinu og tengir Hverfisgötu og Laugaveg upp að Bríetartúni. Þá verður Hlemmtorg rammað inn af smærri byggingum sem afmarki nýtt almenningsrými í austurhluta miðborgarinnar. Umbreyting norðurhluta Hlemmtorgs felist meðal annars í meiri gróðri en þar er nú og setbekkjum. Þess má geta að tillaga Mandaworks gerði ráð fyrir borðtennisbar og tillaga DLD gerði ráð fyrir gróðurhúsum á svæðinu.Skoða má deiliskipulagstillöguna nánar hér.
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Strætó Tengdar fréttir Leita að hugmyndum um framtíðarútlit Hlemmtorgs Reykjavíkurborg hefur boðið þremur arkitektastofum: Landslagi, DLD land design, og Mandaworks frá Svíþjóð að leggja fram hugmyndir að nýju skipulagi á Hlemmtorgi. 6. desember 2017 14:20 Tvær stofur fá að móta framtíð Hlemmsvæðisins Reykjavíkurborg hefur valið stofurnar Mandaworks og DLD til að þróa í sameiningu Hlemmsvæðið 8. maí 2018 13:50 Stærri Mathöll, gróðurhús og borðtennisbar á meðal hugmynda fyrir nýtt Hlemmtorg Reykjavíkurborg hefur til skoðunar þrjár tillögur um nýtt skipulag á Hlemmtorgi. 21. mars 2018 11:00 Gera ráð fyrir að bílaumferð víki fyrir gangandi vegfarendum við Hlemm Bílaumferð víkur fyrir gangandi vegfarendum í tillögum að nýju heildarútliti svæðisins við Hlemm. Samgöngustjóri Reykjavíkur vonar að framkvæmdir geti hafist næsta sumar, en nýtt deiliskipulag fer í vinnslu í haust. 20. ágúst 2018 20:59 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Sjá meira
Leita að hugmyndum um framtíðarútlit Hlemmtorgs Reykjavíkurborg hefur boðið þremur arkitektastofum: Landslagi, DLD land design, og Mandaworks frá Svíþjóð að leggja fram hugmyndir að nýju skipulagi á Hlemmtorgi. 6. desember 2017 14:20
Tvær stofur fá að móta framtíð Hlemmsvæðisins Reykjavíkurborg hefur valið stofurnar Mandaworks og DLD til að þróa í sameiningu Hlemmsvæðið 8. maí 2018 13:50
Stærri Mathöll, gróðurhús og borðtennisbar á meðal hugmynda fyrir nýtt Hlemmtorg Reykjavíkurborg hefur til skoðunar þrjár tillögur um nýtt skipulag á Hlemmtorgi. 21. mars 2018 11:00
Gera ráð fyrir að bílaumferð víki fyrir gangandi vegfarendum við Hlemm Bílaumferð víkur fyrir gangandi vegfarendum í tillögum að nýju heildarútliti svæðisins við Hlemm. Samgöngustjóri Reykjavíkur vonar að framkvæmdir geti hafist næsta sumar, en nýtt deiliskipulag fer í vinnslu í haust. 20. ágúst 2018 20:59