Eru ennþá að „berjast“ um tyrkneska meistaratitilinn fyrir árið 2011 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2019 13:00 Stuðningsmenn Trabzonspor mættu í æfingabúðir í liðsins í Austurríki og sýndu leikmönnum stuðning með því að kveikja á blysum í litum félagsins. Getty/Selcuk Kilic Það eru liðin átta ár síðan og átta sinnum hafa nýir tyrkneskir meistarar verið krýndir. Trabzonspor er samt ekki ennþá búið að gefast upp í „baráttunni“ um tyrkneska meistaratitilinn fyrir árið 2011 Alþjóðaíþróttadómstóllinn (Court of Arbitration for Sport - CAS) hefur nú vísað frá áfrýjun Trabzonspor sem vill að titillinn verði tekinn af Fenerbahce. Tyrkneska deildin var æsispennandi tímabilið 2010-11 og endaði á því að Fenerbahce hafði betur en Trabzonspor á markamun. Markatala Fenerbahce var 84-34 (+50) en markatala Trabzonspor „aðeins“ 69-23 (+46).Fenerbahce are still the 2010/11 Turkish Super Lig champions despite Trabzonspor's best efforts. https://t.co/Wce2LCvtqk — beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) July 30, 2019Ástæðan fyrir því að þetta mál er enn á ferðinni í dómsölum er að yfirmenn hjá Fenerbahce voru á þessum tíma flæktir inn í hneykslismál vegna hagræðingu úrslita. Þar á meðal var forseti félagsins Aziz Yildirim. Trabzonspor heldur því fram að Fenerbahce ætti að vera dæmt úr deildinni vegna þessa hneykslismáls og að Trabzonspor ætti jafnframt að fá titilinn. Alþjóðaíþróttadómstóllinn var ekki sammála því. Í úrskurði hans kemur fram að það séu engin lög sem heimili það að taka titilinn af Fenerbahce og gefa Trabzonspor. Forráðamönnum Trabzonspor tókst þannig ekki að koma með upplýsingar um lög hjá FIFA eða tyrkneska knattspyrnusambandinu sem myndu rökstyðja slíka ákvörðun. Trabzonspor kemur frá norður Tyrklandi en borgin er við Svartahaf. Fenerbahce er aftur á móti eitt af fimm liðum tyrknesku deildarinnar sem koma frá Istanbul. Trabzonspor hefur orðið sex sinnum tyrkneskur meistari en síðasti titill félagsins kom í hús árið 1984. Liðið endaði í 2. sæti 2011 og í þriðja sæti tímabilið á eftir en hefur síðan ekki verið meðal þriggja efstu liðanna. Fenerbahce varð einnig tyrkneskur meistari árið 2014 eftir að hafa endaði í öðru sætið 2012 og 2013. Liðið fékk einnig silfur 2015, 2016 og 2018 en hefur ekki unnið titilinn undanfarin fimm tímabil. Trabzonspor endaði í fjórða sæti í tyrknesku deildinni á síðustu leiktíð, tveimur sætum á undan Fenerbahce sem náði bara sjötta sæti. Galatasaray varð meistari annað árið í röð og Istanbul Basaksehir tók annað sætið. Fótbolti Tyrkland Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Það eru liðin átta ár síðan og átta sinnum hafa nýir tyrkneskir meistarar verið krýndir. Trabzonspor er samt ekki ennþá búið að gefast upp í „baráttunni“ um tyrkneska meistaratitilinn fyrir árið 2011 Alþjóðaíþróttadómstóllinn (Court of Arbitration for Sport - CAS) hefur nú vísað frá áfrýjun Trabzonspor sem vill að titillinn verði tekinn af Fenerbahce. Tyrkneska deildin var æsispennandi tímabilið 2010-11 og endaði á því að Fenerbahce hafði betur en Trabzonspor á markamun. Markatala Fenerbahce var 84-34 (+50) en markatala Trabzonspor „aðeins“ 69-23 (+46).Fenerbahce are still the 2010/11 Turkish Super Lig champions despite Trabzonspor's best efforts. https://t.co/Wce2LCvtqk — beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) July 30, 2019Ástæðan fyrir því að þetta mál er enn á ferðinni í dómsölum er að yfirmenn hjá Fenerbahce voru á þessum tíma flæktir inn í hneykslismál vegna hagræðingu úrslita. Þar á meðal var forseti félagsins Aziz Yildirim. Trabzonspor heldur því fram að Fenerbahce ætti að vera dæmt úr deildinni vegna þessa hneykslismáls og að Trabzonspor ætti jafnframt að fá titilinn. Alþjóðaíþróttadómstóllinn var ekki sammála því. Í úrskurði hans kemur fram að það séu engin lög sem heimili það að taka titilinn af Fenerbahce og gefa Trabzonspor. Forráðamönnum Trabzonspor tókst þannig ekki að koma með upplýsingar um lög hjá FIFA eða tyrkneska knattspyrnusambandinu sem myndu rökstyðja slíka ákvörðun. Trabzonspor kemur frá norður Tyrklandi en borgin er við Svartahaf. Fenerbahce er aftur á móti eitt af fimm liðum tyrknesku deildarinnar sem koma frá Istanbul. Trabzonspor hefur orðið sex sinnum tyrkneskur meistari en síðasti titill félagsins kom í hús árið 1984. Liðið endaði í 2. sæti 2011 og í þriðja sæti tímabilið á eftir en hefur síðan ekki verið meðal þriggja efstu liðanna. Fenerbahce varð einnig tyrkneskur meistari árið 2014 eftir að hafa endaði í öðru sætið 2012 og 2013. Liðið fékk einnig silfur 2015, 2016 og 2018 en hefur ekki unnið titilinn undanfarin fimm tímabil. Trabzonspor endaði í fjórða sæti í tyrknesku deildinni á síðustu leiktíð, tveimur sætum á undan Fenerbahce sem náði bara sjötta sæti. Galatasaray varð meistari annað árið í röð og Istanbul Basaksehir tók annað sætið.
Fótbolti Tyrkland Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira