Verður Messi „leynigestur“ á móti Real Madrid í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2019 10:30 Lionel Messi mun hita upp í kvöld en mun hann spila? Getty/Jeroen Meuwsen Lionel Messi meiddist í síðasta leik Barcelona liðsins og átti af þeim sökum að missa af undanúrslitaleik spænska bikarsins í kvöld. Barcelona mætir þar Real Madrid og er þetta fyrri leikur liðanna. Þetta er heimaleikur Barcelona og liðinu því afar mikilvægur í þessu einvígi sínu við Real Madrid. [SPORT] | Best in history King Lionel Messi Passes the tests. pic.twitter.com/vwpbLvduge — BarçaTimes (@BarcaTimes) February 6, 2019Flestum að óvörum þá valdi Ernesto Valverde, þjálfaru Barcelona, Lionel Messi hins vegar í leikmannahóp kvöldsins þrátt fyrir meiðslin. Messi meiddist aftan í læri í jafnteflinu á móti Valencia á laugardaginn en argentínski snillingurinn var mættur á æfingu Barcelona liðsins í gær. „Það er rétt að stundum efumst við um leikmenn og bíðum þá fram á síðustu stundu. Það er einnig þannig með Messi,“ sagði Ernesto Valverde.Barcelona or Real Madrid? The Catalans coach says Lionel Messi won't make a difference. pic.twitter.com/INzqNICKzD — Goal (@goal) February 6, 2019Real Madrid getur því ekki alveg hætt að hugsa um Lionel Messi en það efast enginn um það að það er dálítið öðruvísi að mæta Barcelona með Messi eða án hans. Þrátt fyrir hrakfaraspár eftir leik helgarinnar þá gæti Messi verið hálfgerður „leynigestur“ í leiknum á móti Real Madrid í kvöld. Hver veit nema að hann komi inn á völlinn í seinni hálfleik og geri Real liðinu grikk. Hann skipti reyndar ekki miklu máli í deildarleik liðanna fyrir áramót þegar Lionel Messi var einnig frá vegna meiðsla en Barcelona vann erkifjendur sína engu að síður 5-1 þar sem Luis Suarez skoraði þrennu.@FCBarcelona have lost 25% of their games without Lionel Messi this season in all competitions (2/8) compared to 7.4% with him (2/27).#ElClasico#Messi#Barcareal#BarcaMadridEnGol#RealMadrid#LaLigapic.twitter.com/8et95SfOAN — Real Madrid Aces (@RMAces04) February 6, 2019Það er líka nóg af mikilvægum leikjum á næstunni, bæði í deild og svo í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem Barcelona mætir Lyon. Skynsamlegt væri því að gefa Messi meiri tíma til að jafna sig en leikir við Real Madrid eru samt alltaf „leikirnir“ fyrir Barca. Það er ekki eins og Lionel Messi fái fleiri tækifæri til að mæta Real Madrid því leikurinn í kvöld er sá fyrsti af þremur leikjum liðanna á næstu 25 dögum. Seinni undanúrslitaleikurinn í bikarnum fer fram 27. febrúar og liðin mætast síðan í deildinni 2. mars.[MD] | Messi trained with the team and is on the list for tonight Valverde wants the King’s Cup and will use the best possible lineup against Real Madrid. Dembele was working normally but did not receive a high certainty from the medical department so was not called up pic.twitter.com/5FKldJVx6t — BarçaTimes (@BarcaTimes) February 6, 2019 Spænski boltinn Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Sjá meira
Lionel Messi meiddist í síðasta leik Barcelona liðsins og átti af þeim sökum að missa af undanúrslitaleik spænska bikarsins í kvöld. Barcelona mætir þar Real Madrid og er þetta fyrri leikur liðanna. Þetta er heimaleikur Barcelona og liðinu því afar mikilvægur í þessu einvígi sínu við Real Madrid. [SPORT] | Best in history King Lionel Messi Passes the tests. pic.twitter.com/vwpbLvduge — BarçaTimes (@BarcaTimes) February 6, 2019Flestum að óvörum þá valdi Ernesto Valverde, þjálfaru Barcelona, Lionel Messi hins vegar í leikmannahóp kvöldsins þrátt fyrir meiðslin. Messi meiddist aftan í læri í jafnteflinu á móti Valencia á laugardaginn en argentínski snillingurinn var mættur á æfingu Barcelona liðsins í gær. „Það er rétt að stundum efumst við um leikmenn og bíðum þá fram á síðustu stundu. Það er einnig þannig með Messi,“ sagði Ernesto Valverde.Barcelona or Real Madrid? The Catalans coach says Lionel Messi won't make a difference. pic.twitter.com/INzqNICKzD — Goal (@goal) February 6, 2019Real Madrid getur því ekki alveg hætt að hugsa um Lionel Messi en það efast enginn um það að það er dálítið öðruvísi að mæta Barcelona með Messi eða án hans. Þrátt fyrir hrakfaraspár eftir leik helgarinnar þá gæti Messi verið hálfgerður „leynigestur“ í leiknum á móti Real Madrid í kvöld. Hver veit nema að hann komi inn á völlinn í seinni hálfleik og geri Real liðinu grikk. Hann skipti reyndar ekki miklu máli í deildarleik liðanna fyrir áramót þegar Lionel Messi var einnig frá vegna meiðsla en Barcelona vann erkifjendur sína engu að síður 5-1 þar sem Luis Suarez skoraði þrennu.@FCBarcelona have lost 25% of their games without Lionel Messi this season in all competitions (2/8) compared to 7.4% with him (2/27).#ElClasico#Messi#Barcareal#BarcaMadridEnGol#RealMadrid#LaLigapic.twitter.com/8et95SfOAN — Real Madrid Aces (@RMAces04) February 6, 2019Það er líka nóg af mikilvægum leikjum á næstunni, bæði í deild og svo í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem Barcelona mætir Lyon. Skynsamlegt væri því að gefa Messi meiri tíma til að jafna sig en leikir við Real Madrid eru samt alltaf „leikirnir“ fyrir Barca. Það er ekki eins og Lionel Messi fái fleiri tækifæri til að mæta Real Madrid því leikurinn í kvöld er sá fyrsti af þremur leikjum liðanna á næstu 25 dögum. Seinni undanúrslitaleikurinn í bikarnum fer fram 27. febrúar og liðin mætast síðan í deildinni 2. mars.[MD] | Messi trained with the team and is on the list for tonight Valverde wants the King’s Cup and will use the best possible lineup against Real Madrid. Dembele was working normally but did not receive a high certainty from the medical department so was not called up pic.twitter.com/5FKldJVx6t — BarçaTimes (@BarcaTimes) February 6, 2019
Spænski boltinn Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Sjá meira