Sir Alex Ferguson ekki efstur á lista France Football yfir bestu stjóra sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2019 08:30 Rinus Michels gerði Hollendinga að Evrópumeisturum árið 1988 og fagnar hér á öxlum Ruud Gullit. Vísir/Getty France Football hefur valið fimmtíu bestu knattspyrnustjóra sögunnar og raðað þeim upp frá 1 til 50. Það kemur mörgum á óvart að Sir Alex Ferguson er ekki númer eitt. Besti knattspyrnustjóri allra tíma er að mati þessa virta fótboltablaðs Hollendingurinn Rinus Michels. Sir Alex Ferguson er númer tvö en næstir eru síðan Ítalinn Arrigo Sacchi, Hollendingurinn Johan Cruyff og Spánverjinn Pep Guardiola sem er í fimmta sætinu. Guardiola er eini stjórinn inn á topp fimm sem er ennþá starfandi en Jose Mourinho er í 13. sæti og Zinedine Zidane er í sæti númer 22. Það vekur líka athygli að Jürgen Klopp, sem er í 27. sæti, er fimm sætum ofar en Arsene Wenger, sem þarf að gera sér 32. sætið að góðu.Michels, Ferguson, Sacchi, Cruyff, Guardiola... Les 50 meilleurs entraîneurs de l'histoire https://t.co/RONFM95qVF — france football (@francefootball) March 18, 2019Jürgen Klopp er þriðji besti stjóri Liverpool, einu sæti á eftir Bob Paisley og sautján sætum á eftir Bill Shankly sem er í 10. sætinu. Kenny Dalglish kemst ekki á þennan fimmtíu stjóra lista. Rinus Michels stýrði meðal annars bæði Ajax og Barcelona auk þess að þjálfa hollenska landsliðið og koma því í úrslitaleik á stórmóti með fjórtán ára millibili. Michels gerði Ajax fjórum sinnum að hollenskum meisturum og hollenska liðið vann einnig Evrópukeppni meistaraliða undir hans stjórn 1971. Hann gerði líka Barcelona bæði að spænskum meisturum og spænsku bikarmeisturum. Titlafjöldinn hjá Rinus Michels er ekki nálægt því að vera sá sami og hjá Sir Alex Ferguson. Rinus Michels fær aftur á móti sitt mesta hrós fyrir að vera upphafsmaður "Total Football" og var valinn stjóri aldarinnar af FIFA árið 1999. Sir Alex Ferguson vann 38 titla á 26 árum sínum með Manchester United þar af ensku deildina þrettán sinnum og Meistaradeildina tvisvar. Hér fyrir neðan má sjá allan fimmtíu stjóra listann.France Football's top 50 Greatest Managers. Thoughts? pic.twitter.com/etwjeZVJBe — FootballFunnys (@FootballFunnnys) March 19, 2019 Fótbolti Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Sjá meira
France Football hefur valið fimmtíu bestu knattspyrnustjóra sögunnar og raðað þeim upp frá 1 til 50. Það kemur mörgum á óvart að Sir Alex Ferguson er ekki númer eitt. Besti knattspyrnustjóri allra tíma er að mati þessa virta fótboltablaðs Hollendingurinn Rinus Michels. Sir Alex Ferguson er númer tvö en næstir eru síðan Ítalinn Arrigo Sacchi, Hollendingurinn Johan Cruyff og Spánverjinn Pep Guardiola sem er í fimmta sætinu. Guardiola er eini stjórinn inn á topp fimm sem er ennþá starfandi en Jose Mourinho er í 13. sæti og Zinedine Zidane er í sæti númer 22. Það vekur líka athygli að Jürgen Klopp, sem er í 27. sæti, er fimm sætum ofar en Arsene Wenger, sem þarf að gera sér 32. sætið að góðu.Michels, Ferguson, Sacchi, Cruyff, Guardiola... Les 50 meilleurs entraîneurs de l'histoire https://t.co/RONFM95qVF — france football (@francefootball) March 18, 2019Jürgen Klopp er þriðji besti stjóri Liverpool, einu sæti á eftir Bob Paisley og sautján sætum á eftir Bill Shankly sem er í 10. sætinu. Kenny Dalglish kemst ekki á þennan fimmtíu stjóra lista. Rinus Michels stýrði meðal annars bæði Ajax og Barcelona auk þess að þjálfa hollenska landsliðið og koma því í úrslitaleik á stórmóti með fjórtán ára millibili. Michels gerði Ajax fjórum sinnum að hollenskum meisturum og hollenska liðið vann einnig Evrópukeppni meistaraliða undir hans stjórn 1971. Hann gerði líka Barcelona bæði að spænskum meisturum og spænsku bikarmeisturum. Titlafjöldinn hjá Rinus Michels er ekki nálægt því að vera sá sami og hjá Sir Alex Ferguson. Rinus Michels fær aftur á móti sitt mesta hrós fyrir að vera upphafsmaður "Total Football" og var valinn stjóri aldarinnar af FIFA árið 1999. Sir Alex Ferguson vann 38 titla á 26 árum sínum með Manchester United þar af ensku deildina þrettán sinnum og Meistaradeildina tvisvar. Hér fyrir neðan má sjá allan fimmtíu stjóra listann.France Football's top 50 Greatest Managers. Thoughts? pic.twitter.com/etwjeZVJBe — FootballFunnys (@FootballFunnnys) March 19, 2019
Fótbolti Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Sjá meira