Pistill í The Times: Gylfi er sá sem heldur leik Everton liðsins gangandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2019 09:30 Gylfi Þór Sigurðsson. Getty/Robbie Jay Barratt Gylfi Þór Sigurðsson var á skotskónum í síðasta leik sínum með Everton fyrir mikilvægt landsleikjahlé með íslenska landsliðinu. Gylfi hefur oft á tíðum mátt þola mikla gagnrýni og litla þolinmæði eftir að Everton keypti hann frá Swansea City fyrir allar þessar milljónir fyrir einu og hálfu ári síðan. Tom Clarke blaðamaður á The Times skrifar um mikilvægi Gylfa fyrir Everton í vikulegum pistil sínum. Clarke er á því að Gylfi sé sá leikmaður sem haldi leik Everton liðsins gangandi og þess vegna leiti knattspyrnustjórinn Marco Silva svo oft til hans.Here’s this week column: Gylfi Sigurdsson, the perfect blend of Mark O’Hara, Tom Pett and Shay McCartan. (Sorry, too many Lincoln references today) https://t.co/kmtwVjSnTg — Tom Clarke (@_TomClarke) March 18, 2019Clarke segir að Marco Silva sé enn að leita að sinni bestu leikmannblöndu og að liðið glími af þeim sökum við mikinn óstöðugleika. Það sýndi liðið meðal annars í sigurleiknum á Chelsea því leikur Everton var ekki merkilegur í fyrri hálfleiknum en liðið var síðan frábært í þeim síðar. Marco Silva hefur verið að rúlla mikið á fjórum fremstu mönnum sínum í vetur en það hefur verið hægt að ganga að því vísu að Gylfi Þór Sigurðsson fær að spila í sinni uppáhalds stöðu fyrir aftan framherjann. Everton er í 11. sæti deildarinnar og sú staða veldur mörgum vonbrigðum og ekki bara stuðningsmönnum félagsins. Það hefur verið miklu til tjaldað til að styrkja liðið á síðustu misserum og liðið átti að vera að banka á Evrópudyrnar en ekki að vera í basli að halda sér í efri hlutanum. Liðið hefur því ekki verið að spila nógu vel í mörgum leikjanna en það er mat Clarke að í allri umræðunni og gagnrýninni sé Gylfi sá leikmaður sem liðið hefur getað treyst á.Richarlison and Gylfi Sigurdsson had 22 and 19 touches respectively in Chelsea’s half in the second half - more than they had on the entire pitch in the first half (15 and 12 respectively). #EFC#EVECHE — EFC Statto (@EFC_Statto) March 17, 2019Gylfi átti líka þátt í fyrra marki Everton á móti Chelsea sem Richarlison skoraði eftir hornspyrnu Gylfa. Gylfi hefur oft átt fleiri stoðsendingar en á þessu tímabili en hann hefur aldrei skorað fleiri deildarmörk. Gylfi er kominn með tólf og fær átta leiki í viðbót til að bæta persónulega met sitt enn frekar.Gylfi Sigurdsson has now scored 12 goals in the Premier League this season. His best ever return in a single campaign. pic.twitter.com/9A8qJ4OrbS — bet365 (@bet365) March 17, 2019 Enski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var á skotskónum í síðasta leik sínum með Everton fyrir mikilvægt landsleikjahlé með íslenska landsliðinu. Gylfi hefur oft á tíðum mátt þola mikla gagnrýni og litla þolinmæði eftir að Everton keypti hann frá Swansea City fyrir allar þessar milljónir fyrir einu og hálfu ári síðan. Tom Clarke blaðamaður á The Times skrifar um mikilvægi Gylfa fyrir Everton í vikulegum pistil sínum. Clarke er á því að Gylfi sé sá leikmaður sem haldi leik Everton liðsins gangandi og þess vegna leiti knattspyrnustjórinn Marco Silva svo oft til hans.Here’s this week column: Gylfi Sigurdsson, the perfect blend of Mark O’Hara, Tom Pett and Shay McCartan. (Sorry, too many Lincoln references today) https://t.co/kmtwVjSnTg — Tom Clarke (@_TomClarke) March 18, 2019Clarke segir að Marco Silva sé enn að leita að sinni bestu leikmannblöndu og að liðið glími af þeim sökum við mikinn óstöðugleika. Það sýndi liðið meðal annars í sigurleiknum á Chelsea því leikur Everton var ekki merkilegur í fyrri hálfleiknum en liðið var síðan frábært í þeim síðar. Marco Silva hefur verið að rúlla mikið á fjórum fremstu mönnum sínum í vetur en það hefur verið hægt að ganga að því vísu að Gylfi Þór Sigurðsson fær að spila í sinni uppáhalds stöðu fyrir aftan framherjann. Everton er í 11. sæti deildarinnar og sú staða veldur mörgum vonbrigðum og ekki bara stuðningsmönnum félagsins. Það hefur verið miklu til tjaldað til að styrkja liðið á síðustu misserum og liðið átti að vera að banka á Evrópudyrnar en ekki að vera í basli að halda sér í efri hlutanum. Liðið hefur því ekki verið að spila nógu vel í mörgum leikjanna en það er mat Clarke að í allri umræðunni og gagnrýninni sé Gylfi sá leikmaður sem liðið hefur getað treyst á.Richarlison and Gylfi Sigurdsson had 22 and 19 touches respectively in Chelsea’s half in the second half - more than they had on the entire pitch in the first half (15 and 12 respectively). #EFC#EVECHE — EFC Statto (@EFC_Statto) March 17, 2019Gylfi átti líka þátt í fyrra marki Everton á móti Chelsea sem Richarlison skoraði eftir hornspyrnu Gylfa. Gylfi hefur oft átt fleiri stoðsendingar en á þessu tímabili en hann hefur aldrei skorað fleiri deildarmörk. Gylfi er kominn með tólf og fær átta leiki í viðbót til að bæta persónulega met sitt enn frekar.Gylfi Sigurdsson has now scored 12 goals in the Premier League this season. His best ever return in a single campaign. pic.twitter.com/9A8qJ4OrbS — bet365 (@bet365) March 17, 2019
Enski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum Sjá meira