„Óttar dettur á Valgeir en setur svo hnéð í hann er hann reisir sig við. Fyrir mér er þetta pjúra rautt spjald. Dómarinn er rétt við þetta atvik, línuvörðurinn líka, og það var huglaust að taka ekki á þessu,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, einn sérfræðina Pepsi Max-markanna.
Í kjölfarið urðu mikil læti er menn tókust á. Þrír leikmenn voru þá spjaldaðir.
Sjá má lætin, rauða spjaldið sem Þórður Þorsteinn Þórðarson fékk og meira til hér að neðan.