Tala látinna hækkar enn vegna Lekima fellibyljarins sem ríður nú yfir Kína. 28 eru látnir og tuttugu annarra er saknað, segja yfirvöld á svæðinu.
Um fimm milljón manns í Zhejiang héraðinu hafa orðið fyrir áhrifum stormsins og meira en milljón hafa þurft að yfirgefa heimili sín.
Sjá einnig: Stærsti fellibylur sem ríður yfir Kína í áraraðir
Lekima náði landi snemma á laugardagsmorgunn í Wenling, sem er staðsett mitt á milli Taívan og Shanghai borgar.
Flestir þeirra sem létu lífið í Wenzhou borg dóu vegna aurskriðu. Veðurfræðingar vöruðu við aukinni hættu á aurskriðum í gær vegna mikilla rigninga í sambland við jarðhræringar en jarðskjálfti reið yfir svæðið á föstudag.
Á þriðja tug látnir eftir fellibyl í Kína
Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
