Hugmyndir um að gefa eftir tryggingagjald fjölmiðla Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2019 14:55 Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta-og menningarmálaráðherra. Nú er unnið hörðum höndum að frágangi fjölmiðlafrumvarps sem til stendur að leggja fram á vorþinginu. Vísir/vilhelm Fjölmiðlafrumvarpið er áfram í vinnslu innan ráðuneytisins en smíði þess á lokametrunum. Ráðgert er að það verði lagt fram nú á vorþingi. Þetta kemur fram í svari frá menntamálaráðuneytinu við fyrirspurn Vísis. „Frumvarpið hefur tekið ákveðnum breytingum frá því að það var lagt fram í Samráðsgátt stjórnvalda í lok janúar enda bárust þá ýmsar gagnlegar umsagnir.“ En, þegar spurt var nánar um þær breytingar, þá hvort til standi að bæta í og þá sé í því tilliti litið til endurgreiðslu á tryggingargjaldi, verður fátt um svör. „Mennta- og menningarmálaráðherra mun kynna þær breytingar þegar hún mælir fyrir frumvarpinu.“Fyrirhuguð framlög til lítils Samkvæmt heimildum Vísis hefur fjölmiðlafrumvarpið verið að velkjast á milli stjórnarflokkanna nú um skeið en víst er að málið er snúið. Þannig liggur fyrir álit forsvarsmanna stærri miðla á markaði, að 50 milljóna króna þak til stuðnings sé varla upp í nös á ketti.Prentmiðlarnir. Víst er að stærri ritstjórnir sjá ekki mikinn stuðning í frumvarpinu eins og það lá fyrir í drögum. En, minni (vef)miðlar eru þeim mun ánægðari. Hlutfallslega.fbl/Anton BrinkÞá þykir, sé til dæmis litið til umsagna á samráðsgáttinni, sú heildartala sem sett hefur verið fram, 350 milljónir, ekki duga til að vera stærri miðlum stoð í þeim rekstrarörðugleikum sem greinin hefur staðið frammi fyrir um langt skeið. Og ekki í neinum samanburði. Til að mynda var bókaútgáfu landsins veittur 500 milljóna króna stuðningur, í nafni þess að það þyrfti að styðja sérstaklega við íslenska tungu og framlag ríkisins til Ríkisútvarpsins ehf nemur 4,7 milljörðum.Að gefa eftir tryggingjargjaldið Þannig hefur komið fram sú hugmynd að til viðbótar verði fjölmiðlafyrirtækjum veitt einskonar undanþága frá tryggingargjaldi. Víst er að það þarf að útfæra því tryggingargjaldið, sem er yn sjö prósent, hefur hingað til verið talið heilagt enda liggur það til grundvallar atvinnuleysistryggingarsjóði.Óli Björn telur rétt að menntamálaráðherra svari þeim spurningum sem útaf standa vegna fjölmiðlafrumvarpsins.Fréttablaðið/ErnirSamkvæmt heimildum Vísis yrði það útfært sem einskonar endurgreiðsla á þeim kostnaðarliði sem er fyrirtækjum býsna þungur í skauti, ekki síst stærri fyrirtækjum sem eru með marga á launaskrá. Ekkert liggur hins vegar fyrir hversu háa upphæð er talað um í þessu sambandi. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið gagnrýninn á frumvarpið, meðal annars á þeim forsendum að það stangist á við prinsipp um hlutverk fjölmiðla í samfélaginu að þau séu upp á náð og miskunn þess kerfis komin sem þeim ber að veita aðhald. En, þá kemur Ríkisútvarpið til skjalanna og skekkir þau prinsipp í sjálfu sér. Óli Björn segir, í samtali við Vísi, það vissulega svo að vera RÚV á markaði setji öll prinsipp í uppnám. Þá er það svo að yfirleitt sé reynt að búa svo um hnúta á Alþingi að stjórnarfrumvarp komi ekki fram eftir lok marsmánaðar. Af ýmsum ástæðum. En, það er þó hægt með en samstaða milli þingflokka stjórnarflokkanna þyrfti að liggja fyrir. Óli Björn segist ekki vilja tjá sig um það hvort til standi að gefa eftir tryggingargjald til fjölmiðlafyrirtækja, því verði Lilja Dögg Alfreðsdóttir að svara. Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Telur starfsemi Fótbolta.net í hættu vegna fjölmiðlafrumvarps Hafliði Breiðfjörð Guðmundsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda íþróttavefmiðilsins Fótbolta.net, telur að frumvarp menntamálaráðherra um endurgreiðslur til fjölmiðla geti gert út af við starfsemi vefmiðilsins. 14. febrúar 2019 12:45 Umsvif RÚV stóra vandamálið Stjórnarformenn Árvakurs og Torgs hafa ýmislegt út á fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra að setja. Nefna umsvif RÚV á auglýsingamarkaði, áfengisauglýsingar og vilja ekki frekari álögur á ríkissjóð. 18. febrúar 2019 08:00 Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ „Það þarf að muna eftir því að prófa fólk líka fyrir HIV“ Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarpið er áfram í vinnslu innan ráðuneytisins en smíði þess á lokametrunum. Ráðgert er að það verði lagt fram nú á vorþingi. Þetta kemur fram í svari frá menntamálaráðuneytinu við fyrirspurn Vísis. „Frumvarpið hefur tekið ákveðnum breytingum frá því að það var lagt fram í Samráðsgátt stjórnvalda í lok janúar enda bárust þá ýmsar gagnlegar umsagnir.“ En, þegar spurt var nánar um þær breytingar, þá hvort til standi að bæta í og þá sé í því tilliti litið til endurgreiðslu á tryggingargjaldi, verður fátt um svör. „Mennta- og menningarmálaráðherra mun kynna þær breytingar þegar hún mælir fyrir frumvarpinu.“Fyrirhuguð framlög til lítils Samkvæmt heimildum Vísis hefur fjölmiðlafrumvarpið verið að velkjast á milli stjórnarflokkanna nú um skeið en víst er að málið er snúið. Þannig liggur fyrir álit forsvarsmanna stærri miðla á markaði, að 50 milljóna króna þak til stuðnings sé varla upp í nös á ketti.Prentmiðlarnir. Víst er að stærri ritstjórnir sjá ekki mikinn stuðning í frumvarpinu eins og það lá fyrir í drögum. En, minni (vef)miðlar eru þeim mun ánægðari. Hlutfallslega.fbl/Anton BrinkÞá þykir, sé til dæmis litið til umsagna á samráðsgáttinni, sú heildartala sem sett hefur verið fram, 350 milljónir, ekki duga til að vera stærri miðlum stoð í þeim rekstrarörðugleikum sem greinin hefur staðið frammi fyrir um langt skeið. Og ekki í neinum samanburði. Til að mynda var bókaútgáfu landsins veittur 500 milljóna króna stuðningur, í nafni þess að það þyrfti að styðja sérstaklega við íslenska tungu og framlag ríkisins til Ríkisútvarpsins ehf nemur 4,7 milljörðum.Að gefa eftir tryggingjargjaldið Þannig hefur komið fram sú hugmynd að til viðbótar verði fjölmiðlafyrirtækjum veitt einskonar undanþága frá tryggingargjaldi. Víst er að það þarf að útfæra því tryggingargjaldið, sem er yn sjö prósent, hefur hingað til verið talið heilagt enda liggur það til grundvallar atvinnuleysistryggingarsjóði.Óli Björn telur rétt að menntamálaráðherra svari þeim spurningum sem útaf standa vegna fjölmiðlafrumvarpsins.Fréttablaðið/ErnirSamkvæmt heimildum Vísis yrði það útfært sem einskonar endurgreiðsla á þeim kostnaðarliði sem er fyrirtækjum býsna þungur í skauti, ekki síst stærri fyrirtækjum sem eru með marga á launaskrá. Ekkert liggur hins vegar fyrir hversu háa upphæð er talað um í þessu sambandi. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið gagnrýninn á frumvarpið, meðal annars á þeim forsendum að það stangist á við prinsipp um hlutverk fjölmiðla í samfélaginu að þau séu upp á náð og miskunn þess kerfis komin sem þeim ber að veita aðhald. En, þá kemur Ríkisútvarpið til skjalanna og skekkir þau prinsipp í sjálfu sér. Óli Björn segir, í samtali við Vísi, það vissulega svo að vera RÚV á markaði setji öll prinsipp í uppnám. Þá er það svo að yfirleitt sé reynt að búa svo um hnúta á Alþingi að stjórnarfrumvarp komi ekki fram eftir lok marsmánaðar. Af ýmsum ástæðum. En, það er þó hægt með en samstaða milli þingflokka stjórnarflokkanna þyrfti að liggja fyrir. Óli Björn segist ekki vilja tjá sig um það hvort til standi að gefa eftir tryggingargjald til fjölmiðlafyrirtækja, því verði Lilja Dögg Alfreðsdóttir að svara.
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Telur starfsemi Fótbolta.net í hættu vegna fjölmiðlafrumvarps Hafliði Breiðfjörð Guðmundsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda íþróttavefmiðilsins Fótbolta.net, telur að frumvarp menntamálaráðherra um endurgreiðslur til fjölmiðla geti gert út af við starfsemi vefmiðilsins. 14. febrúar 2019 12:45 Umsvif RÚV stóra vandamálið Stjórnarformenn Árvakurs og Torgs hafa ýmislegt út á fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra að setja. Nefna umsvif RÚV á auglýsingamarkaði, áfengisauglýsingar og vilja ekki frekari álögur á ríkissjóð. 18. febrúar 2019 08:00 Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ „Það þarf að muna eftir því að prófa fólk líka fyrir HIV“ Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Sjá meira
Telur starfsemi Fótbolta.net í hættu vegna fjölmiðlafrumvarps Hafliði Breiðfjörð Guðmundsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda íþróttavefmiðilsins Fótbolta.net, telur að frumvarp menntamálaráðherra um endurgreiðslur til fjölmiðla geti gert út af við starfsemi vefmiðilsins. 14. febrúar 2019 12:45
Umsvif RÚV stóra vandamálið Stjórnarformenn Árvakurs og Torgs hafa ýmislegt út á fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra að setja. Nefna umsvif RÚV á auglýsingamarkaði, áfengisauglýsingar og vilja ekki frekari álögur á ríkissjóð. 18. febrúar 2019 08:00