Jack Hermansson með óvæntan sigur á Jacare í nótt Pétur Marinó Jónsson skrifar 28. apríl 2019 05:39 Hermansson fagnar sigri. Vísir/Getty Jack Hermansson nældi sér í nótt í sinn stærsta sigur á ferlinum þegar hann sigraði Ronaldo ‘Jacare’ Souza eftir dómaraákvörðun. Þeir Jack Hermansson og Jacare Souza mættust í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Flórída í kvöld. Fyrir bardagann var Jacare lofað að fá titilbardaga með sigri í nótt. Hermansson, sem kom inn í þennan bardaga með aðeins þriggja vikna fyrirvara, átti hins vegar magnaða frammistöðu. Hermansson vankaði Jacare í 1. lotu og reyndi að klára glímumanninn með hengingu en Jacare lifði af. Hermansson var óhræddur við að fara í gólfið með Jacare og ógnaði honum einnig standandi. Hermansson var betri yfir loturnar fimm og hefur þar með stimplað sig inn meðal þeirra bestu í millivigtinni. Hermansson hefur nú unnið tvo bardaga á einum mánuði og fær væntanlega enn stærri bardaga næst. Svíinn hefur verið búsettur í Noregi í meira en áratug og vonast eftir að fá stóran bardaga í Danmörku í haust en bardagakvöldið hefur ekki enn verið staðfest af UFC. Fyrrum NFL leikmaðurinn Greg Hardy náði síðan í sinn fyrsta sigur í UFC. Hardy kláraði Dmitri Smolaikov með tæknilegu rothöggi eftir 2:15 í 1. lotu og er hann nú 4-1 sem atvinnumaður í MMA. Smolaikov gafst mjög auðveldlega upp þegar á móti blés og hefur val UFC á andstæðingi Hardy verið harðlega gagnrýnt. Smolaikov hefur tapað öllum þremur bardögum sínum í UFC. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Getur Jacare tryggt sér titilbardaga í kvöld? UFC er með fínasta bardagakvöld í Flórída í kvöld þar sem þeir Ronaldo 'Jacare' Souza og Jack Hermansson mætast í aðalbardaga kvöldsins. Með sigri getur Jacare fengið titilbardagann sem hann hefur svo lengi beðið eftir. 27. apríl 2019 06:00 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Sjá meira
Jack Hermansson nældi sér í nótt í sinn stærsta sigur á ferlinum þegar hann sigraði Ronaldo ‘Jacare’ Souza eftir dómaraákvörðun. Þeir Jack Hermansson og Jacare Souza mættust í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Flórída í kvöld. Fyrir bardagann var Jacare lofað að fá titilbardaga með sigri í nótt. Hermansson, sem kom inn í þennan bardaga með aðeins þriggja vikna fyrirvara, átti hins vegar magnaða frammistöðu. Hermansson vankaði Jacare í 1. lotu og reyndi að klára glímumanninn með hengingu en Jacare lifði af. Hermansson var óhræddur við að fara í gólfið með Jacare og ógnaði honum einnig standandi. Hermansson var betri yfir loturnar fimm og hefur þar með stimplað sig inn meðal þeirra bestu í millivigtinni. Hermansson hefur nú unnið tvo bardaga á einum mánuði og fær væntanlega enn stærri bardaga næst. Svíinn hefur verið búsettur í Noregi í meira en áratug og vonast eftir að fá stóran bardaga í Danmörku í haust en bardagakvöldið hefur ekki enn verið staðfest af UFC. Fyrrum NFL leikmaðurinn Greg Hardy náði síðan í sinn fyrsta sigur í UFC. Hardy kláraði Dmitri Smolaikov með tæknilegu rothöggi eftir 2:15 í 1. lotu og er hann nú 4-1 sem atvinnumaður í MMA. Smolaikov gafst mjög auðveldlega upp þegar á móti blés og hefur val UFC á andstæðingi Hardy verið harðlega gagnrýnt. Smolaikov hefur tapað öllum þremur bardögum sínum í UFC. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Getur Jacare tryggt sér titilbardaga í kvöld? UFC er með fínasta bardagakvöld í Flórída í kvöld þar sem þeir Ronaldo 'Jacare' Souza og Jack Hermansson mætast í aðalbardaga kvöldsins. Með sigri getur Jacare fengið titilbardagann sem hann hefur svo lengi beðið eftir. 27. apríl 2019 06:00 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Sjá meira
Getur Jacare tryggt sér titilbardaga í kvöld? UFC er með fínasta bardagakvöld í Flórída í kvöld þar sem þeir Ronaldo 'Jacare' Souza og Jack Hermansson mætast í aðalbardaga kvöldsins. Með sigri getur Jacare fengið titilbardagann sem hann hefur svo lengi beðið eftir. 27. apríl 2019 06:00