Fótbolti

Draumabyrjun Oostende | Ari Freyr átti þátt í marki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hornspyrna Ara Freys skilaði marki gegn Cercle Brugge.
Hornspyrna Ara Freys skilaði marki gegn Cercle Brugge. vísir/getty
Ari Freyr Skúlason og félagar í Oostende fara frábærlega af stað í belgísku úrvalsdeildinni. Í kvöld unnu þeir 3-1 sigur á Cercle Brugge og fylgdu þar með eftir sigrinum á Anderlecht um síðustu helgi. 

Oostende er með sex stig í deildinni líkt og Club Brugge og Standard Liège. Á síðasta tímabili endaði Oostende í fjórtánda og þriðja neðsta sæti belgísku deildarinnar.

Oostende lenti undir strax á 7. mínútu í leiknum í kvöld þegar Idriss Saadi skoraði eftir sendingu Kylians Hazard, bróður belgísku landsliðsmannanna Edens og Thorgans.

Sidrit Guri jafnaði fyrir Oostende á 32. mínútu og átta mínútum síðar skallaði Saadi boltinn í eigið mark eftir hornspyrnu Ara Freys.

Guri gulltryggði sigur Oostende með marki þremur mínútum fyrir leikslok. Cercle Brugge var manni færri nær allan seinni hálfleikinn eftir að Jordi Mboula fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 54. mínútu.

Ari Freyr lék allan leikinn fyrir Oostende. Hann gekk í raðir liðsins í lok maí. Hann lék áður með Lokeren í tæp þrjú ár.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×